Fara í efni

Bæjarráð

5. fundur 22. ágúst 2018 kl. 11:00 - 13:00 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Ólafur Þór Ólafsson formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Leikskóli: Stofnun ungbarnaleikskóla

1807094

Umræðu um málið fram haldið áfram frá 3. fundi bæjarráðs þann 25. júlí sl.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

2.Bílastæðasjóður: Samningur við ISAVIA

1808022

Samningur við Isavia gildir til loka októbermánaðar.

Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

3.Tölvumál: Samningur

1807070

Lögð fram drög að samningi við Premis ehf. um tölvuþjónustu. Samningurinn gildi til loka árs 2019.
Bæjarráð samþykkir samninginn og vísar honum til bæjarstjórnar til staðfestingar.

4.Sameining: skuldajöfnunarframlag Jöfnunarsjóðs

1808013

Bréf Jöfnunarsjóðs dags. 7. ágúst þar sem fram kemur að sveitarfélagið fái skuldajöfnunarframlag frá sjóðnum að fjárhæð kr. 300 milljónir, vegna sameiningar sveitarfélaganna.
Bréfið lagt fram til kynningar. Bæjarstjóra falið að leggja fyrir bæjarráð drög að greiðsluáætlun og yfirlit yfir lánasamninga.

5.Fjölmiðlavakt: Samningur við Creditinfo um fjölmiðlavakt.

1807074

Samþykkt að ganga frá samningi um þjónustuna til eins árs, fyrir þá bæjarfulltrúa sem þess óska.

6.Íbúasýn: Uppfærslusamningur

1808007

Nýr samningur við Ferli ehf. um Íbúasýn.
Lagt fram til kynningar.

7.Styrkbeiðni: Ráðstefna Bláa hersins í september 2018

1808042

Blái herinn óskar eftir afnotum af Samkomuhúsinu í Sandgerði vegna ráðstefnu dagana 1. og 2. september 2018.
Bæjarráð samþykkir að Blái herinn fái gjaldfrjáls afnot af samkomuhúsinu, sbr. erindið.

8.Rafrænir reikningar: Móttaka og sending rafrænna reikninga

1807099

Samningur um móttöku og sendingu rafrænna reikninga.

Lagt fram til kynningar.

9.Kortasjá og kortagrunnur: Samningur við Loftmyndir

1807100

Samningur um kortasjá, kortagrunn og uppfærslu.

Lagt fram til kynningar.

10.Bókasafn: samningur um bókasafnkerfi

1807101

Samningur um þjónustu vegna bókasafnskerfis.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:00.

Getum við bætt efni síðunnar?