Fara í efni

Aðgerðastjórn

55. fundur 18. febrúar 2022 kl. 09:30 - 09:45 Teams
Nefndarmenn
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
  • Guðrún Björg Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs.
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna sviðsstjóri stjórnsýslusviðs

Farið yfir reglugerð um samkomutakmarkanir og þær leiðbeiningar og reglur sem eru í gildi.

Aðgerðastjórn Suðurnesjabæjar vísar til þeirra leiðbeininga og reglna sem eru gildandi og nálgast má t.d. á covid.is.

Starfsmenn Suðurnesjabæjar sem hafa greinst með Covid eru hvattir til þess að útvega sér vottorð þess efnis og skila til næsta yfirmanns eða á skrifstofu Suðurnesjabæjar. Vottorð má nálgast á heilsuvera.is.

Samkvæmt upplýsingum um fjölda smita, eru alls 113 einstaklingar í einangrun vegna smita í Suðurnesjabæ.

Aðgerðastjórn leggur ríka áherslu á að allir sinni persónulegum smitvörnum og að farið sé eftir þeim leiðbeiningum og sóttvarnareglum sem eru í gildi hverju sinni. Mjög mikilvægt er að ef fólk finnur fyrir minnstu einkennum þá halda sig heima og fara í skimun.

Fundi lauk kl. 09:45.

Getum við bætt efni síðunnar?