Fara í efni

Aðgerðastjórn

54. fundur 14. janúar 2022 kl. 14:30 - 15:00 Teams
Nefndarmenn
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
  • Guðrún Björg Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs

Farið yfir nýja reglugerð um samkomutakmarkanir, sem samþykktar voru af ríkisstjórn í morgun og taka gildi um næsta miðnætti og gilda til og með 2. febrúar nk. Helsta breyting sem hefur áhrif á starfsemi Suðurnesjabæjar er að nú mega 10 manns koma saman í stað 20 manns áður, áfram gilda 2 metra nálægðarmörk og reglur um grímuskyldu. Gildandi reglur er varða starfsemi skólanna munu gilda áfram óbreyttar samkvæmt reglugerð frá 11.janúar 2022.  Reglur um starfsemi íþróttamiðstöðva eru óbreyttar, með tilvísun í 5. og 6. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar.  Áhersla sem fyrr á sótthreinsun áhalda og tækja og á almennar persónubundnar smitvarnir.

Í upphafi árs var að frumkvæði mennta-og barnamálaráðherra sett á fót vöktunarteymi sem hittist daglega til að fara yfir stöðu skólamála í landinu og svara Covid tengdum fyrirspurnum frá skólasamfélaginu um sóttvarnarráðstafanir í leik- og grunn- og framhaldsskólum. Markmið teymisins er að stytta boðleiðir og hjálpast að í þessu krefjandi verkefni. Þessu til viðbótar fundar mennt- og barnamálaráðherra vikulega með hagsmunaðaraðilum skólasamfélagsins. Sviðsstjóri fjölskyldusviðs og deildarstjóri fræðsluþjónustu taka þátt í vöktunarteyminu

Uppi eru áskoranir um að manna störf við stuðningsþjónustu Suðurnesjabæjar við aldraða, vegna covid smita og veikinda starfsmanna.  Unnið er að lausn þannig að þjónustan haldist óskert. Þá hafa komið fram óskir frá ákveðnum starfsstöðvum um aðstoð við aukin þrif. Ástæðuna má rekja til þess að hluti starfsmanna sem sinna þrifum er ýmist í sóttkví eða einangrun. Aðgerðastjórn mun leitast við að verða við þessum beiðnum eins og hægt er.

Aðgerðastjórn ítrekar þau tilmæli til foreldra og forráðmanna að láta viðkomandi skóla vita ef börn sýna minnstu einkenni þannig að grunur geti mögulega verið um smit hjá nemendum og alls ekki senda börn í skóla heldur láta framkvæma sýnatöku til að fá úr því skorið hvort viðkomandi nemandi er með smit. 

Jafnframt er ítrekað að aðgerðastjórn leggur áherslu á að ef fólk er að koma heim erlendis frá með börnum, þá fari börn í sýnatöku áður en þau mæta til skóla. Sömu tilmælum er beint til starfsmanna, þ.e. að þeir fari í sýnatöku og fái niðurstöður áður en mætt er til vinnu.

Aðgerðastjórn leggur ríka áherslu á að allir sinni persónulegum smitvörnum og að farið sé eftir þeim leiðbeiningum og sóttvarnareglum sem eru í gildi hverju sinni. Vegna þeirrar stöðu sem uppi er núna er brýnna en nokkru sinni að allir sinni smitvörnum og fari varlega.  Mjög mikilvægt er að ef fólk finnur fyrir minnstu einkennum þá halda sig heima og fara í skimun.

Fundi lauk kl. 15:00.

Getum við bætt efni síðunnar?