Fara í efni

Aðgerðastjórn

51. fundur 22. desember 2021 kl. 13:00 - 13:30 Skrifstofa Garði
Nefndarmenn
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
  • Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs
  • Einnig sat fundinn Guðbjörg Sveinsdóttir deildarstjóri fræðslumála.
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sviðsstjóri Stjórnsýslusviðs

Gefin hefur verið út reglugerð um sóttvarnir og samkomutakmarkanir sem tekur gildi 23. desember og gildir til og með 12. janúar 2022.

Farið var yfir helstu efni reglugerðarinnar um breyttar samkomutakmarkanir og sóttvarnir, sem snerta starfsemi Suðurnesjabæjar og þær ráðstafanir í því felst.

Ákvarðanir aðgerðastjórnar:

- Opnun og starfsemi í íþróttamiðstöðvum og söfnum verði í samræmi við þær reglur sem gilda.

- Þar sem reglugerðin kveður ekkert á um takmarkanir á starfsemi leikskóla, að öðru leyti en fram kemur um almennar samkomutakmarkanir og sóttvarnir, verða leikskólar opnir og starfsemin samkvæmt áætlun. 

- Vegna samkomutakmarkana verður ekki áramótabrenna á gamlárskvöld.

- Fyrirhuguð flugeldasýning fer fram á gamlárskvöld en allir hvattir til að forðast hópamyndun og gæta að almennum sóttvarnareglum og leiðbeiningum.  Þá eru íbúar hvattir til þess að nýta bílastæði í nágrenni við flugeldasýningu og dvelja í bílum.  Nánari upplýsingar munu koma fram milli jóla og nýárs.

Aðgerðastjórn leggur ríka áherslu á að allir sinni persónulegum smitvörnum og að farið sé eftir þeim leiðbeiningum og sóttvarnareglum sem eru í gildi hverju sinni. Vegna þeirrar stöðu sem uppi er núna er brýnna en nokkru sinni að allir sinni smitvörnum og fari varlega.  Mjög mikilvægt er að ef fólk finnur fyrir minnstu einkennum þá halda sig heima og fara í skimun.

Fundi lauk kl. 13:30.

 

Getum við bætt efni síðunnar?