Fara í efni

Aðgerðastjórn

50. fundur 19. nóvember 2021 kl. 13:00 - 13:30 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
  • Guðrún B Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs.
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna sviðsstjóri stjórnsýslusviðs

Ekki hafa borist upplýsingar um fjölda smita og í sóttkví frá í gær. Hins vegar hafa komið upplýsingar
um stöðu mála í Sandgerðisskóla, en leikskólinn Sólborg er lokaður.


Samkvæmt upplýsingum frá Sandgerðisskóla nú í morgun eru 8 nemendur og 2 starfsmenn í
einangrun, alls 10 nemendur og 1 starfsmaður eru í sóttkví. Töluvert er um fjarveru nemenda.
Samkvæmt upplýsingum frá í gærkvöldi eru nú alls 12 börn í leikskólanum Sólborgu í einangrun.
Einhver fjöldi barna og starfsfólks munu losna úr sóttkví um helgina.


Eins og ákveðið var á síðasta fundi aðgerðastjórnar, mun aðgerðastjórn ásamt stjórnendum Sólborgar
taka stöðuna um helgina og taka ákvarðanir um starfsemi leikskólans eftir helgina. Stjórnendur
leikskólans eru í stöðugu sambandi við smitrakningu um nauðsynlegar aðgerðir.


Varðandi fyrirspurnir um afslætti af leikskólagjöldum vegna covid, þá verði við það miðað að ekki
verði innheimt leikskólagjöld fyrir þá daga sem leikskólinn er lokaður vegna covid.


Ákveðið að senda tölvupóst á alla stjórnendur og óska eftir upplýsingum um stöðu mála hjá starfsfólki
almennt, er varðar áhrif af covid faraldrinum.


Aðgerðastjórn leggur ríka áherslu á að allir sinni persónulegum smitvörnum og að farið sé eftir
þeim leiðbeiningum og sóttvarnareglum sem eru í gildi hverju sinni. Vegna þeirrar stöðu sem uppi
er núna er brýnna en nokkru sinni að allir sinni smitvörnum og fari varlega. Mjög mikilvægt er að
ef fólk finnur fyrir minnstu einkennum þá halda sig heima og fara í skimun.


Fundi lauk kl. 13:30

Getum við bætt efni síðunnar?