Aðgerðastjórn
Í gær bárust upplýsingar um að komið hafi upp fleiri smit meðal starfsfólks leikskólans Sólborgar.
Ákveðið var að allir í leikskólanum verði settir í smitgát og var unnið að því með HSS að skipuleggja
fyrri sýnatökur á morgun, mánudag. Jafnframt ákveðið að leikskólinn verði lokaður þar til fyrir liggur
að hægt verði að opna aftur, út frá smitum, mönnun o.fl. Staða mála verði tekin um hádegisbil í dag.
Eftirfarandi upplýsingar komu fram á fundinum:
• Níu starfsmenn í það heila eru í einangrun, sóttkví og eru að bíða eftir PCR prófi. Af þessum
sökum er mönnun verri nú en var í síðustu viku.
• Ekki hafa komið upplýsingar frá smitrakningu, leikskólastjóri bíður eftir þeim upplýsingum.
• Leikskólinn er allur í smitgát þar til annað kemur í ljós.
• Ekki er reiknað með að starfsfólk og börn þurfi að fara í sóttkví í ljósi þess að smitin núna
komu upp um helgi. Þetta eru upplýsingar frá hjúkrunarfræðingi.
• Hjalli er að láta sótthreinsa leikskólann.
• Stefnt er að því að opna leikskólann á morgun, þriðjudag en það blasir við að starfsemin
verður skert næstu daga.
• Leikskóli mun senda foreldrum upplýsingapóst um þetta í dag.
Ekki hafa komið fram upplýsingar um smit sem tengjast Sandgerðisskóla.
Aðgerðastjórn leggur ríka áherslu á að allir sinni persónulegum smitvörnum og að farið sé eftir
þeim leiðbeiningum og sóttvarnareglum sem eru í gildi hverju sinni.
Fundi lauk kl. 12:50