Fara í efni

Aðgerðastjórn

45. fundur 07. nóvember 2021 kl. 15:30 - 16:15 Suðurnesjabær
Nefndarmenn
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
  • Guðrún B Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs.
  • Bylgja Baldursdóttir skólastjóri Sandgerðisskóla og Fríða Stefánsdóttir deildarstjóri tóku þátt í fundinum.
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna sviðsstjóri stjórnsýslusviðs

Farið var yfir upplýsingar og atburðarás frá því fimmtudaginn 4. nóvember. 

Leikskólinn Sólborg hefur verið lokaður frá því fimmtudaginn 4. nóvember.  Fimm starfsmenn og tvö börn eru í einangrun, aðrir starfsmenn og börn eru í sóttkví.  Leikskólinn verður lokaður mánudaginn 8. nóvember, allir sem eru í sóttkví fara í sýnatöku á mánudaginn og verður staðan metin á mánudagskvöld, þegar allar niðurstöður úr sýnatökum liggja fyrir.

Öll starfsemi féll niður í Sandgerðisskóla föstudaginn 5. nóvember.  Nú liggur fyrir að 6 nemendur eru í einangrun. 27 nemendur og 4 starfsmenn eru í sóttkví.  72 nemendur og 16 starfsmenn eru í smitgát.

Starfsemi íþróttamiðstöðvarinnar í Sandgerði, tónlistarskólans, félagsmiðstöðvar og bókasafns hefur legið niðri frá því á föstudag.  Einn starfsmaður íþróttamiðstöðvar er í sóttkví, en ekki liggja fyrir upplýsingar um að aðrir aðilar hafi farið í einangrun, sóttkví eða smitgát.

Niðurstöður aðgerðastjórnar:

Leikskólinn Sólborg verður lokaður a.m.k. mánudaginn 8. nóvember og verður staðan endurmetin á mánudagskvöld þegar niðurstöður úr sýnatökum liggja fyrir.

Í samráði við stjórnendur Sandgerðisskóla fá nemendur í 1. – 5. bekkjum skólans leyfi leyfi frá skóla mánudaginn 8. nóvember og eiga ekki að mæta í skólann fyrr en niðurstöður fást úr síðari sýnatöku hjá þeim sem eru í smitgát.  Kennsla verður í 6. – 10. bekkjum frá morgni mánudags 8. nóvember.

Starfsemi íþróttamiðstöðvar, tónlistarskóla, félagsmiðstöðvar og bókasafns hefst að fullu að morgni mánudagsins 8. nóvember. 

Aðgerðastjórn mun fylgjast náið með þróun mála og verða frekari ákvarðanir varðandi starfsemi stofnana Suðurnesjabæjar teknar eftir því sem aðstæður kalla á næstu daga.

Aðgerðastjórn leggur ríka áherslu á að allir sinni persónulegum smitvörnum, fari varlega og ítrekar að samkvæmt leiðbeiningum yfirvalda er nú í gildi grímuskylda.

 

 

 

 

 

Fundi lauk kl. 16:15.

Getum við bætt efni síðunnar?