Fara í efni

Aðgerðastjórn

41. fundur 15. apríl 2021 kl. 10:00 - 10:30 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
  • Guðrún B Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs.
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna sviðsstjóri stjórnsýslusviðs

Gefin hefur verið út ný reglugerð um samkomutakmarkanir og smitvarnir vegna farsóttar Covid-19, sem

tekur gildi frá og með 15. apríl 2021 og gildir til og með 5. maí 2021.  Ákvæði reglugerðarinnar fela í sér

tilslökun á aðgerðum gegn faraldrinum.

 

Almennar fjöldatakmarkanir miðast við 20 manns, fyrir alla fædda 2015 og fyrr.  2 metra fjarlægðarregla

milli einstaklinga, grímuskylda og aðrar persónubundnar smitvarnir gildir áfram.

 

Með hliðsjón af ákvæðum reglugerðarinnar ákveður aðgerðastjórn eftirfarandi varðandi starfsemi og

þjónustu Suðurnesjabæjar og gildir það meðan framangreind reglugerð er í gildi:

 

  • Ráðhúsin í Garði og Sandgerði verða opin með eðlilegum hætti, áfram grímuskylda fyrir gesti.
  • Starfsemi íþróttamiðstöðva verður innan marka reglugerðar, líkamsræktir aðeins opnar fyrir hópatíma og skulu allir þátttakendur skráðir fyrirfram.
  • Almenningsbókasafn opnar og verður afgreiðslutími sérstaklega auglýstur hjá bókasafni.
  • Sú breyting verður í starfsemi skóla að þar gildir 1 m fjarlægðarmörk milli fullorðinna einstaklinga í stað 2 m áður.
  • Félagsmiðstöðvar ungmenna, eldri borgara og öryrkja verður opnaðar á nýjan leik. 

 

Aðgerðastjórn leggur áherslu á að íbúar og starfsfólk Suðurnesjabæjar fari eftir þeim reglum

og leiðbeiningum sem almannavarnir, landlæknir og sóttvarnalæknir hafa gefið út er varðar

einstaklingsbundnar smitvarnir. 

 

Fundi lokið kl. 10:30.

Getum við bætt efni síðunnar?