Fara í efni

Aðgerðastjórn

40. fundur 24. mars 2021 kl. 16:00 - 17:00 Suðurnesjabær
Nefndarmenn
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
  • Guðrún B Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs.
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna sviðsstjóri stjórnsýslusviðs

Í dag var gefin út ný reglugerð um samkomutakmarkanir og smitvarnir vegna farsóttar Covid-19.  Ákvæði

reglugerðarinnar fela í sér hertar aðgerðir gegn faraldrinum, taka gildi á miðnætti 24. mars og gilda til

og með 15. apríl 2021.

 

Almennar fjöldatakmarkanir miðast við 10 manns, fyrir alla fædda 2015 og fyrr.  2 metra fjarlægðarregla

milli einstaklinga gildir. Grímuskylda og leiðbeiningar um hana verður óbreytt.

 

Með hliðsjón af ákvæðum reglugerðarinnar ákveður aðgerðastjórn eftirfarandi aðgerðir varðandi

starfsemi og þjónustu Suðurnesjabæjar og gildir það meðan framangreind reglugerð er í gildi:

 

Ráðhúsin í Garði og Sandgerði:

  • Lokað verður fyrir aðgengi að ráðhúsunum.
  • Þeim sem þurfa að reka erindi við starfsfólk í ráðhúsum er bent á að senda erindi í tölvupóstfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is, eða hafa samband í síma 425-3000 og panta viðtal við viðkomandi starfsmenn.
  • Starfsmannahópum verður skipt upp í minni hópa og þess gætt að ekki sé samgangur milli hópa.

 

Íþróttamiðstöðvum verður lokað fyrir aðgengi almennings.  Á það við um sundlaugar, íþróttasali og

líkamsræktarstöðvar.

Starfsemi almenningsbókasafns mun liggja niðri og lokað fyrir aðgengi almennings.

 

Starfsemi skammtímavistunar í Heiðarholti verður lokað meðan starfsemin verður endurskipulögð. 

 

Grunnskólar og tónlistarskólar verða lokaðir fram að páskaleyfi og verða frekari tilkynningar um

starfsemi skólanna gefnar út síðar.  Aðgerðastjórn leggur áherslu á að stjórnendur skólanna upplýsi

foreldra og nemendur um þá niðurstöðu sem allra fyrst.

 

Félagsmiðstöðvar ungmenna, eldri borgara og öryrkja verður lokað meðan unnið verður að

endurskipulagningu starfseminnar. 

 

Aðgerðastjórn leggur áherslu á að íbúar og starfsfólk Suðurnesjabæjar fari eftir þeim reglum

og leiðbeiningum sem almannavarnir, landlæknir og sóttvarnalæknir hafa gefið út er varðar

einstaklingsbundnar smitvarnir. 

 

 

Fundi lokið kl. 17:00.

Getum við bætt efni síðunnar?