Aðgerðastjórn
Farið yfir stöðu og upplýsingar vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Fulltrúar í aðgerðastjórn taka þátt
í daglegum Teams fundum almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Embættismenn sveitarfélagsins eru
að taka þátt í samstarfi um úttektir, aðgerðaáætlanir o.fl. með almannavörnum, öðrum sveitarfélögum,
veitufyrirtækjum o.fl. Þá er okkar fulltrúi að vinna með almannavörnum að því að uppfæra ýmsar
viðbragðsáætlanir.
Eins og atburðarás hefur verið og samkvæmt þeim sviðsmyndum sem Almannavarnir hafa sett upp eru
ekki líkur á að sérstök vá beinist að Suðurnesjabæ. Hugsanlega gæti orðið vart við gasmengun ef eldgos
verður á svæðinu. Ekki líkur á að þurfi að koma til rýmingar í sveitarfélaginu.
Boða stjórnendur til Teams fundar í dag til að fara yfir stöðuna, miðla upplýsingum og taka samtal.
Fundi lokið kl. 9:45.
Magnús Stefánsson ritaði fundargerð