Fara í efni

Aðgerðastjórn

38. fundur 23. febrúar 2021 kl. 15:00 - 15:30 Fundarsalur Garðinum
Nefndarmenn
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
  • Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs
  • Guðrún Björg Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Kristín Helgadóttir deildarstjóri fræðsludeildar.
Fundargerð ritaði: Magnús Stefánsson bæjarstjóri

Farið yfir nýja reglugerð um takmörkum á samkomum vegna farsóttar og minnisblað sóttvarnalæknis um
sama efni. Reglugerðin gildir frá og með 24. febrúar og til og með 17. mars. Einnig minnisblað
sóttvarnalæknis um tillögur um takmarkanir í skólahaldi, sem gildir frá og með 24. febrúar og gildir til og
með 30. apríl. Reglugerð varðandi takmarkanir á skólahaldi er ekki komin út.


Helstu breytingar samkvæmt framangreindu eiga við um starfsemi í skólum sveitarfélagsins,
frístundastarf og starfsemi í íþróttamiðstöðvum. Efni reglugerðar og minnisblaða hefur verið komið á
framfæri við stjórnendur skólanna, deildarstjóra hjá fjölskyldusviði og forstöðumann íþróttamiðstöðva.


Opnunartími ráðhúsa verður frá og með 25. febrúar með sama hætti og var áður en takmarkanir vegna
Covid-19 tóku gildi.


Áfram gilda almennar einstaklingsbundnar sóttvarnaaðgerðir. 2 metra reglan, handþvottur og sprittun
og grímunotkun þar sem ekki verða tryggð fjarlægðarmörk 2 m milli einstaklinga.


Aðgerðastjórn beinir því til allra að fólk virði reglur um að halda sig heima ef minnstu
einkenni veikinda koma upp, alls ekki mæta til vinnu eða vera á ferli utan heimilis ef slíkar
aðstæður koma upp. Setja sig í samband heilsugæslu og fara í sýnatöku ef þurfa þykir.
Upplýsingar má finna á covid.is og heilsuvera.is, eða hjá HSS.


Fundi lokið kl. 15:30.


Magnús Stefánsson ritaði fundargerð

Getum við bætt efni síðunnar?