Fara í efni

Aðgerðastjórn

36. fundur 13. febrúar 2021 kl. 11:00 - 11:30 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
  • Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs
  • Guðrún Björg Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Jón Hjálmarsson forstöðumaður íþróttamiðstöðva.
Fundargerð ritaði: Magnús Stefánsson bæjarstjóri

Ný reglugerð um sóttvarnaaðgerðir og samkomutakmarkanir mun taka gildi nk mánudag, þann

8.febrúar, gildistími er til 3.mars 2021.

 

Helstu tilslakanir sem varða starfsemi sveitarfélagsins eru vegna líkamsræktarstöðva.  Í Íþróttamið-

stöðvum Suðurnesjabæjar verður miðað við hámark 15 manns samtímis í líkamsræktarsal (tækjasal),

sem verði skilgreindur sem eitt hólf.  Hver og einn einstaklingur verði skráður við mætingu. Starfsfólk

mun sjá um að aðgreina salerni og tryggja að sótthreinsun verði í lagi.  Starfsemin mun að öðru leyti taka

mið af leiðbeiningum sóttvarnalæknis og ákvæðum reglugerðar.

 

Frá og með miðvikudegi 10.febrúar nk. fellur niður uppskipting starfsmannahópa í ráðhúsum, þannig

að allt starfsfólk mun sinna sínum störfum í starfsstöðvum í ráðhúsum.  Í samráði við næsta yfirmann

geta einstakir starfsmenn sinnt sínum störfum heima.

Opnunartími ráðhúsa verður frá og með 10. febrúar mánudaga - fimmtudaga kl. 11:00 – 14:00 og

föstudaga kl. 11:00 – 12:30.

 

Áfram gilda almennar einstaklingsbundnar sóttvarnaaðgerðir. 2 metra reglan, handþvottur og sprittun

og grímunotkun þar sem ekki verða tryggð fjarlægðarmörk 2 m milli einstaklinga.

Aðgerðastjórn beinir því til allra að fólk virði reglur um að halda sig heima ef minnstu

einkenni veikinda koma upp, alls ekki mæta til vinnu eða vera á ferli utan heimilis ef slíkar

aðstæður koma upp.  Setja sig í samband heilsugæslu og fara í sýnatöku ef þurfa þykir. 

Upplýsingar má finna á covid.is og heilsuvera.is, eða hjá HSS.

 

Fundi lokið kl. 15:00.

Magnús Stefánsson ritaði fundargerð

Getum við bætt efni síðunnar?