Fara í efni

Aðgerðastjórn

35. fundur 11. janúar 2021 kl. 13:30 - 14:00 fjarfundur
Nefndarmenn
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
  • Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs
  • Guðrún Björg Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs.
Fundargerð ritaði: Magnús Stefánsson bæjarstjóri

 

Farið yfir upplýsingar um stöðu faraldursins á Suðurnesjum og í Suðurnesjabæ. Í gær voru 2 einstaklingar í einangrun og 10 einstaklingar í sóttkví í Suðurnesjabæ.

 Ný reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar tekur gildi frá 13. janúar og gildir til og með

17. febrúar 2021.  Þessi reglugerð tekur ekki til skólastarfs, sem fjallað er um í sérstakri reglugerð um

takmörkun skólastarfs og tók gildi 1. janúar 2021. Helstu breytingar í nýrri reglugerð, sem hafa áhrif á starfsemi Suðurnesjabæjar:

  • Fjöldatakmarkanir færast úr 10 manns í 20 manns.  Tryggja skal að á vinnustöðum og allri starfsemi séu ekki fleiri en 20 einstaklingar í sama rými og að ekki sé samgangur milli rýma.
  • Íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna, innan- og utandyra er heimilað, skv. sérstökum skilyrðum.
  • Heilsu-og líkamsræktarstöðvar mega opna, samkvæmt sérstökum skilyrðum og leiðbeiningum sem sóttvarnalæknir gefur út og koma fram í minnisblaði sóttvarnalæknis dags. 07.01.2021. Sundstaðir áfram opnir með þeim skilyrðum sem áður hafa gilt.

 Von er á hertum reglum varðandi heimkomu farþega erlendis frá, sem geta haft áhrif á skólasókn barna í leik-og grunnskólum eftir heimkomu. 

 Ákveðið að áfram gildi sama fyrirkomulag um uppskipti á starfsmannahópum í ráðhúsum og verið hefur, til að tryggja að starfsemi falli ekki niður ef upp kunni að koma smit eða sóttkví meðal starfsfólks.  Ráðhúsin verða áfram lokuð. 

 Áfram gilda almennar einstaklingsbundnar sóttvarnaaðgerðir. 2 metra reglan, handþvottur og sprittun

og grímunotkun þar sem ekki verða tryggð fjarlægðarmörk 2 m milli einstaklinga.

 

Aðgerðastjórn beinir því til allra að fólk virði reglur um að halda sig heima ef minnstu

einkenni veikinda koma upp, alls ekki mæta til vinnu eða vera á ferli utan heimilis ef slíkar

aðstæður koma upp.  Setja sig í samband heilsugæslu og fara í sýnatöku ef þurfa þykir. 

Upplýsingar má finna á covid.is og heilsuvera.is, eða hjá hss.is

 

Fundi lokið kl. 14:00.

 

Getum við bætt efni síðunnar?