Fara í efni

Aðgerðastjórn

33. fundur 18. desember 2020 kl. 13:30 - 14:00 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
  • Guðrún B Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna sviðsstjóri stjórnsýslusviðs

Í gær, 17. desember greindist covid smit hjá starfsmanni leikskólans Gefnarborgar í Garði. Aðgerðastjórn

fékk upplýsingar um málið um kl. 15:00 og hafði bæjarstjóri strax samband við leikskólastjóra og í beinu

framhaldi við lögreglustjóra, sem er formaður aðgerðastjórnar almannavarna á Suðurnesjum.  Lögreglan

hafði þegar samband við smitrakningu og tilkynnti um málið.  Á þessu tímabili dagsins voru deildarstjóri

fræðsludeildar og sviðsstjóri fjölskyldusviðs einnig í nánu sambandi við leikskólastjóra og bæjarstjóra um

viðbrögð.  Bæjarstjóri leitaði upplýsinga og ráðgjafar í upplýsingasímann 1700 og með netspjalli á

covid.is. 

 

Eftirfarandi var sent með tölvupósti kl. 16:21 til aðgerðastjórnar, leikskólastjóra og deildarstjóra

fræðsludeildar:

 

„Allir sem umgengust starfsmannin síðasta sólarhringinn áður en smitið var staðfest, þ.e. í gær, eiga að fara í úrvinnslusóttkví.  Það þýðir að leikskólinn verður lokaður á morgun.  Smitrakningu hefur verið gert viðvart og mun hafa samband við þá sem þurfa að fara í sóttkví, eða upplýsa um aðrar ráðstafanir.  Líklega mun smitrakningin byrja að hafa samband jafnvel nú fljótlega, í kvöld, eða í síðasta lagi í fyrramálið. 

Varðandi foreldra barnanna, þá bara bíða eftir upplýsingum.  Smitrakningin mun hafa samband við alla sem þurfa að fara í sóttkví og foreldrar fá leiðbeiningar frá smitrakningu.“

Starfsfólk var upplýst um stöðu mála og fengu framangreind fyrirmæli.  Fljótlega var komið á samband milli leikskólastjóra og smitrakningar, þar sem upplýsingum var miðlað.  Einnig var bæjarstjóri í samskiptum við smitrakningu kringum „kvöldmatarleyti“.  Fyrirmæli frá smitrakningu voru þau að starfsfólk Gefnarborgar og börnin færu öll í sóttkví og síðan í sýnatöku miðvikudaginn 23. desember.  Þetta leiðir af sér að leikskólinn Gefnarborg verður lokaður fram að jólum, staða mála verður endumetin eftir að niðurstöður sýnatöku liggja fyrir 23. desember.  Samkvæmt tölvupósti frá leikskólastjóra upp úr síðastliðnu miðnætti, kemur fram að hún hafi skilað öllum umbeðnum upplýsingum til smitrakningar og að náðst hafi samband við alla foreldra í gærkvöldi og þeir upplýstir um málið.

 

Aðgerðastjórn og deildarstjóri fræðsludeildar eru í góðu sambandi og samstarfi við leikskólastjórann, enda mikilvægt að styðja við stjórnendur leikskólans við þessar aðstæður og krefjandi áskoranir sem því fylgir.  Samkvæmt upplýsingum í dag, þá eru allir starfsmenn leikskólans hressir og starfsmaður sem hefur covid smit er með einkenni en ekki mikið veik.  Aðgerðastjórn sendir viðkomandi starfsmanni góðar batakveðjur.

 

Aðgerðastjórn þakka öllum þeim sem hafa komið að viðbragði og úrvinnslu málsins og lýsir ánægju með mjög skjótt viðbragð, fumlaus og fagleg vinnubrögð.  Allir bera þá von í brjósti að ekki greinist fleiri smit í næstu viku, þannig að allir geti átt gleðileg jól með sínum nánustu.

 

Aðgerðastjórn samþykkir að leikskólagjöld vegna barna í Gefnarborg verði ekki innheimt sem nemur þeim tíma sem leikskólinn verður lokaður vegna þeirra aðstæðna sem nú hafa komið upp í leikskólanum.

 

Fundi lokið kl. 14:00.

 

Getum við bætt efni síðunnar?