Fara í efni

Aðgerðastjórn

31. fundur 09. desember 2020 kl. 08:30 - 09:00 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
  • Guðrún B Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs.
  • Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs boðaði forföll.
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna sviðsstjóri stjórnsýslusviðs

Frá og með 10. desember taka gildi breytingar á reglugerð um sóttvarnir og samkomutakmarkanir.

Helstu áhrif á starfsemi Suðurnesjabæjar eru að sundlaugar opna á ný, um starfsemi sundstaða gilda

reglur er varða hámarks gestafjölda hverju sinni.  Þá falla niður ákvæði um fjöldatakmörkun,

nálægðartakmörkun og grímuskyldu barna sem fædd eru 2005 og síðar.

 

Ákvæði um blöndun og hámarksfjölda leikskólabarna fellur brott, þannig að leikskólar geta aðlagað

starfsemi betur yfir hátíðarnar.  2 metra regla og grímuskylda fellur niður hjá nemendum í 8. – 10. bekk í

samræmi við reglugerð um takmarkanir á samkomum.  Reglur sem gilda munu um skólastarf frá 1.

Janúar 2021 verða kynntar fljótlega.

 

Að öðru leyti hafa breytingar á reglugerðinni nú ekki í för með sér breytingar á þeim ráðstöfunum sem

hafa verið í gildi varðandi starfsemi og þjónustu Suðurnesjabæjar.  Áfram gildir hámarksfjöldi 10 manns í

sama rými og 2 metra reglan, ásamt öðrum einstaklingsbundnum sóttvörnum.  Áfram verða ráðhús

sveitarfélagsins lokuð og starfsfólki verður áfram skipt upp þannig að hluti þeirra starfar á sínum

starfsstöðvum í ráðhúsum og hluti sinnir störfum að heiman.

 

Í samræmi við ákvæði reglugerðar sem er í gildi og fyrri ákvarðanir aðgerðastjórnar, þá eru

samkomusalir og íþróttasalir ekki til útleigu. Varðandi íþróttaæfingar er vísað í ákvæði fyrri reglugerðar

sem er í gildi og þær breytingar á reglugerð sem gildir frá og með 10. desember 2020.

Líkamsræktarstöðvar eru áfram lokaðar.

 

Aðgerðastjórn hvetur alla til þess að fylgja þeim leiðbeiningum og reglum sem eru í gildi um smitvarnir

og samkomutakmarkanir.  Einnig hvetur aðgerðastjórn til útivistar og líkamsæfinga utandyra.

 

 

Fundi lokið kl. 9:00.

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?