Fara í efni

Aðgerðastjórn

30. fundur 07. desember 2020 kl. 14:15 - 15:30 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
  • Guðrún B Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna sviðsstjóri stjórnsýslusviðs

Farið yfir fundargerð aðgerðastjórnar Almannavarna á Suðurnesjum frá því fyrr í dag.

 

Ákveðið að senda út bréf til foreldra skólabarna vegna mögulegra utanlandsferða.  Í bréfinu koma fram

leiðbeiningar varðandi heimkomu og áhersla lögð á að farið sé eftir þeim reglum sem gilda við

landamæri og eftir komu erlendis frá.  Bréfin eru á íslensku, ensku og pólsku.  Forskrift að bréfunum

kemur frá Almannavörnum.

 

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur byrjað undirbúning bólusetninga vegna Covid-19.  

Lögð er áhersla á það, að ef kunna að koma upp smit hjá stofnunum sveitarfélagsins, eða starfsemi á

vegum sveitarfélagsins, er mikilvægt að bregðast strax við.  Aðgerðastjórn þarf að stíga strax inn í slíkum

tilvikum, hafa samband við HSS og einnig hafa strax samband við smitrakningarteymi.

 

Fundi lokið kl. 15:30.

Getum við bætt efni síðunnar?