Fara í efni

Aðgerðastjórn

29. fundur 03. desember 2020 kl. 15:00 - 15:25 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
  • Guðrún B Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs.
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna sviðsstjóri stjórnsýslusviðs

Farið yfir skólahald í skólum Suðurnesjabæjar, sem hefur gengið vel þrátt fyrir erfiðar aðstæður.
Stjórnendur grunnskólanna, ásamt deildarstjóra fræðsludeildar hafa fjallað um skipulag skólahalds fram
að jólaleyfi. Núgildandi reglugerðir um sóttvarnir og samkomutakmarkanir og um skólahald gilda til og
með miðvikudeginum 9. desember 2020. Óvíst er um hvort eða hvaða breytingar verða gerðar á
reglugerðum frá þeim tíma. Til þess að halda festu og öryggi í aðgerðum út frá sóttvörnum og til
að koma í veg fyrir frekari breytingar á skipulagi skólastarfs á þeim stutta tíma sem er fram að jólaleyfi,
er lagt til að núgildandi skipulag skólastarfs í grunnskólunum haldist óbreytt fram að jólaleyfi.


Aðgerðastjórn tekur undir framangreindar hugmyndir um skipulag skólahalds fram að jólaleyfi. Frá því
núgildandi reglugerð rennur úr gildi eru 7 kennsludagar fram að jólaleyfi. Með því að halda óbreyttu
skipulagi skólahalds er verið að fara eftir þeim reglum sem nú gilda og ólíklegt er að í nýrri reglugerð
verði ákvæði um hertar aðgerðir. Þar með mun skólahaldið uppfylla þær reglur sem verða í gildi eftir 9.
desember, auk þess sem ekki þarf að raska gildandi skipulagi fyrir þann stutta tíma sem eftir er af
skólahaldi fram að jólaleyfi. Aðgerðastjórn setur þó þann fyrirvara, að ef ný reglugerð sem mun gilda
eftir 9. desember felur í sér hertar sóttvarnaaðgerðir, þá verði skipulagi skólahalds breytt til samræmis
við það.


Borið hefur á að þar sem foreldrar stundi vinnu sína frá heimili, þá séu einhver börn ekki að nýta að fullu
dvöl í skólaselum. Fyrirspurnir hafa komið um hvort koma megi til móts við slík tilvik varðandi greiðslur
fyrir börn í skólaseli. Sviðsstjóra fjölskyldusviðs falið að afla frekari upplýsinga, jafnframt ákveðið að
móta verklag um svona mál, sem upp kunna að koma í tengslum við sóttvarnaaðgerðir vegna Covid.


Fundi lokið kl. 15:25.

Getum við bætt efni síðunnar?