Fara í efni

Aðgerðastjórn

28. fundur 01. desember 2020 kl. 13:30 - 14:00 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
  • Guðrún B Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna sviðsstjóri stjórnsýslusviðs

Farið yfir upplýsingar um fjölda smita og í sóttkví í sveitarfélögum á Suðurnesjum. Í dag eru tveir
einstaklingar skráði í sóttkví í Suðurnesjabæ en enginn með staðfest smit.


Farið yfir leiðbeiningar frá Almannavörnum varðandi jól og áramót, þar sem farið er yfir það sem hver og
einn einstaklingur þarf að hafa í huga um hátíðarnar vegna Covid-19. Leiðbeiningarnar verða birtar á
heimasíðu Suðurnesjabæjar.


Heilbrigðisráðherra hefur framlengt reglugerð um sóttvarnir og samkomutakmarkanir, sem átti að gilda
til og með deginum í dag. Gildistími reglugerðarinnar er nú til og með laugardeginum 9. desember 2020.
Þær ráðstafanir sem verið hafa í gildi hjá sveitarfélaginu gilda því áfram á gildistíma reglugerðarinnar.


Aðgerðastjórn Suðurnesjabæjar ítrekar hvatningu til allra um að virða og fara í einu og öllu eftir
leiðbeiningum og reglum um sóttvarnir. Við erum öll almannavarnir og berum öll sameiginlega ábyrgð
á því að kveða niður faraldurinn. Hvetjum hvert annað til dáða og minnum hvert annað á ábyrga
hegðun við þær aðstæður sem uppi eru í okkar samfélagi.


Fundi lokið kl. 14:00.

Getum við bætt efni síðunnar?