Aðgerðastjórn
Farið yfir fundargerð aðgerðastjórnar Almannavarna á Suðurnesjum af fundi fyrr í dag. Þróunin hefur
verið jákvæð og í rétta átt, smitum og einstaklingum í sóttkví hefur fækkað verulega á Suðurnesjum
undanfarna viku.
Skólastarf í skólum Suðurnesjabæjar hefur gengið vel síðustu viku, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Ekki
mikið um fjarvistir nemenda og starfsfólks vegna áhrifa af Covid. Starfið í grunnskólunum er skipulagt í
samræmi við þær reglur sem gilda til 2. desember. Óskert skólastarf hjá 1-7.bekkjum, skert skólastarf
fyrir 8.-10.bekk, allt samkvæmt reglugerð. Starfsemi tónlistarskólanna er komin í eðlilegt horf og allt
samkvæmt reglugerð.
Búið er að skipuleggja starfsemi félagsmiðstöðva og skammtímavistunar, í takt við heimildir í reglugerð.
Aðgerðastjórn leggur áherslu á að farið er eftir öllum reglum um smitvarnir og í því sambandi er m.a.
sérstök áhersla á skólahúsnæði. Fram hefur komið gagnrýni um að ekki skuli haldið úti þjónustu fyrir
almenning frá bókasafni í Gerðaskóla. Aðgerðastjórn vísar í því sambandi til gildandi reglugerðar um
takmarkanir á skólastarfi og aðgengi að skólahúsnæði. Ákvæði reglugerðarinnar og þær aðgerðir sem á
þeim byggjast miða að því að verja nemendur og starfsfólk skólanna fyrir hugsanlegu smiti. Aðgengi að
bókasafni í Gerðaskóla er um anddyri skólans og þar með inn í skólahúsnæðið, sem er ekki heimilt
samkvæmt reglugerð. Við núverandi aðstæður er því þjónusta og opnun almenningsbókasafns
takmörkuð, en leitast er við að veita þjónustu eins og mögulegt er miðað við þær aðstæður sem uppi eru
vegna heimsfaraldurs Covid-19 og út frá þeim reglugerðum sem gilda hverju sinni.
Starfsemi og þjónusta sveitarfélagsins hefur gengið vel og engin sérstök tilvik tengd Covid komið upp.
Vel er gætt að smitvörnum og starfsmannahópum hefur verið skipt upp þar sem þörf hefur verið vegna
fjöldatakmarka hópa í sama rými.
Ný reglugerð um sóttvarnir er væntanleg fyrir næstu mánaðamót og mun hún væntanlega gilda frá og
með 2. desember nk.
Aðgerðastjórn Suðurnesjabæjar ítrekar hvatningu til allra um að virða og fara í einu og öllu eftir
leiðbeiningum og reglum um sóttvarnir. Við erum öll almannavarnir og berum öll sameiginlega ábyrgð
á því að kveða niður faraldurinn. Hvetjum hvert annað til dáða og minnum hvert annað á ábyrga
hegðun við þær aðstæður sem uppi eru í okkar samfélagi.
Fundi lokið kl. 14:00.