Fara í efni

Aðgerðastjórn

25. fundur 09. nóvember 2020 kl. 14:00 - 14:30 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
  • Guðrún B Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs.
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna sviðsstjóri stjórnsýslusviðs

Farið yfir fundargerð aðgerðastjórnar Almannavarna á Suðurnesjum af fundi fyrr í dag. Farið yfir þróun
fjölda smita og sóttkvíar síðustu daga. Þróunin hefur verið jákvæð og í rétta átt.


Skólastarf í skólum Suðurnesjabæjar hefur gengið vel síðustu viku, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Ekki
mikið um fjarvistir nemenda og starfsfólks vegna áhrifa af Covid. Allir eru vongóðir um að gerðar verði
tilslakanir á aðgerðum í næstu viku og horfa því björtum augum fram á við.


Starfsemi og þjónusta sveitarfélagsins hefur gengið vel og engin sérstök tilvik tengd Covid komið upp.
Vel er gætt að smitvörnum og starfsmannahópum hefur verið skipt upp þar sem þörf hefur verið vegna
fjöldatakmarka hópa í sama rými.


Aðgerðastjórn Suðurnesjabæjar ítrekar hvatningu til allra um að virða og fara í einu og öllu eftir
leiðbeiningum og reglum um sóttvarnir. Við erum öll almannavarnir og berum öll sameiginlega ábyrgð
á því að kveða niður faraldurinn. Hvetjum hvert annað til dáða og minnum hvert annað á ábyrga
hegðun við þær aðstæður sem uppi eru í okkar samfélagi.


Fundi lokið kl. 14:30.

Getum við bætt efni síðunnar?