Aðgerðastjórn
Samkvæmt upplýsingum í dag um fjölda einstaklinga í einangrun og sóttkví, hefur eitt smit tengt
sveitarfélaginu bæst við frá því fyrir helgi og eru nú alls 5 einstaklingar í einangrun vegna smita.
Óbreyttur fjöldi er í sóttkví, eða 4 einstaklingar.
Farið yfir opnun sem verið hefur fyrir lokaða hópatíma í líkamsræktarstöðvum Suðurnesjabæjar.
Ákveðið að frá og með þriðjudeginum 27.október verði líkamsræktarstöðvarnar lokaðar fyrir
hópatímum. Aðgerðastjórn telur sér ekki fært að bera ábyrgð á því að hafa þessa starfsemi opna, þar
sem lítið þarf til að smit komi upp með tilheyrandi áhrifum og röskun á starfsemi og í samfélaginu. Auk
þess vísar aðgerðastjórn á áherslur sóttvarnalæknis varðandi starfsemi líkamsræktarstöðva.
Ákvörðun þessi gildir þar til annað verður ákveðið.
Aðgerðastjórn beinir því til starfsfólks sveitarfélagsins, sem og til einstaklinga almennt að fara að ráðum
sóttvarnalæknis og mæta ekki til vinnu ef viðkomandi finnur til minnstu einkenna eða lasleika. Halda sig
heima og ráðfæra sig við heilbrigðisstarfsfólk um hvort ástæða sé til að tekið sé sýni úr viðkomandi.
Jafnframt hvetur aðgerðastjórn starfsfólk sveitarfélagsins til að gæta að og fara eftir leiðbeiningum um
einstaklingsbundnar sóttvarnir, jafnt á vinnustað sem utan vinnutíma.
Fundi lokið kl. 14:45.