Fara í efni

Aðgerðastjórn

21. fundur 21. október 2020 kl. 14:15 - 15:30 Ráðhúsið í Garði
Nefndarmenn
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
  • Guðrún B Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs
Starfsmenn
  • Jón Hjálmarsson forstöðumaður íþróttamiðstöðva Suðurnesjabæjar.
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna sviðsstjóri stjórnsýslusviðs

Aðgerðastjórn kom saman til þess að fjalla nánar um fyrirkomulag varðandi opnun líkamsræktarstöðva
Suðurnesjabæjar.


Ákveðið var að líkamsræktarstöðvarnar verði opnar fyrir skipulagða hópatíma, að uppfylltum eftirfarandi
skilyrðum:


Hámarksfjöldi í hóp miðast við 20 manns og þátttakendur séu skráðir fyrirfram í skipulagða tíma
samkvæmt tímatöflum íþróttamiðstöðvanna. Þannig er áskilið að þátttakendur í öllum hópatímum skrái
sig til þátttöku með a.m.k. fjögurra klst fyrirvara. Þegar fyrirfram skráning nær fjölda 20 einstaklinga,
eða hámarki þátttakenda miðað við húsrými og 2 m fjarlægðartakmörk milli einstaklinga, er ekki fleiri
þátttakendum veittur aðgangur að viðkomandi hóptíma.


Tryggja skal 2 m fjarlægðarmörk milli einstaklinga. Æfingaaðstaða sé sótthreinsuð eftir notkun. Búnaður
og áhöld fari ekki á milli notenda í sama hóptíma og skal sótthreinsaður fyrir og eftir æfingu.
Öll blöndun milli hópa er óheimil, hvort sem á við um salernisaðstöðu, búningsaðstöðu, inn-og útganga.
Í öllum tilvikum gildir regla um 2 m fjarlægðarmörk milli einstaklinga, ef það næst ekki er skylt að nota
andlitsgrímur. Áfram verða tækjasalir líkamsræktarstöðva lokaðir.


Framangreint gildir þar til annað verður ákveðið og gefið út.


Fundi lokið kl. 15:30

Getum við bætt efni síðunnar?