Fara í efni

Aðgerðastjórn

20. fundur 20. október 2020 kl. 11:30 - 12:05 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
  • Guðrún B Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs boðaði forföll.
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna sviðsstjóri stjórnsýslusviðs

Farið yfir nýja reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnarráðstafanir og leiðbeiningar sem tóku gildi í
dag og gilda til og með 10. nóvember nk. Ákveðið að áfram gildi almennar reglur sveitarfélagsins
varðandi þjónustu, starfsemi stofnana og aðgengi að þeim.


Samkvæmt reglum um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirunnar, sem heilbrigðisráðherra hefur
gefið út og tóku gildi í dag, er áfram bann við samkomum fleiri en 20 manns að undanskildum útförum
þar sem 50 manns mega koma saman. Einnig er sú breyting að í stað 1 m fjarlægðarmarka milli
einstaklinga taka gildi 2 m fjarlægðarmörk. Þar sem 2 m reglu verður ekki við komið ber einstaklingum
að bera andlitsgrímur.


Heimilt verði að opna líkamsræktarstöðvar fyrir lokaða hópatíma, að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
Hámarksfjöldi í hóp miðast við 20 manns og þátttakendur séu skráðir fyrirfram í bókuð námskeið.
Tryggja skal 2 m fjarlægðarmörk milli einstaklinga. Æfingaaðstaða sé sótthreinsuð eftir notkun. Búnaður
og áhöld fari ekki á milli notenda í sama hóptíma og skal sótthreinsaður fyrir og eftir æfingu.
Öll blöndun milli hópa er óheimil, hvort sem á við um salernisaðstöðu, búningsaðstöðu, inn-og útganga.
Í öllum tilvikum gildir regla um 2 m fjarlægðarmörk milli einstaklinga, ef það næst ekki er skylt að nota
andlitsgrímur. Áfram verða tækjasalir líkamsræktarstöðva lokaðir.


Aðgerðastjórn beinir því til stjórnenda stofnana og sviða Suðurnesjabæjar að í sameiginlegum rýmum
starfsfólks verði farið eftir reglu um 2 m fjarlægðarmörk milli einstaklinga.


Aðgerðastjórn hvetur íbúa Suðurnesjabæjar til þess að fara varlega, fylgja í hvívetna þeim reglum og
leiðbeiningum um sóttvarnir sem gilda á hverjum tíma og standa saman í baráttunni gegn veirunni.
Samfélagið í Suðurnesjabæ hefur sloppið vel frá Covid faraldrinum að undanförnu og ber að þakka
íbúum fyrir það. Aðgerðastjórn hvetur íbúa til að sinna sem best andlegu og líkamlegu heilbrigði sínu,
stunda útiveru og líkamsrækt innan þeirra takmarka sem almennar reglur kveða á um.


Starfsfólk Suðurnesjabæjar, íbúar og gestir eru hvattir til að fylgja leiðbeiningum og tilmælum um
almennar einstaklingsbundnar smitvarnir og sameinast um nauðsynlegar aðgerðir gegn Covid-19.


Fundi lokið kl. 12:05

Getum við bætt efni síðunnar?