Fara í efni

Aðgerðastjórn

1. fundur 11. mars 2020 kl. 20:00 - 20:40 Varðan
Nefndarmenn
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
  • Guðrún B Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs.
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna sviðsstjóri stjórnsýslusviðs

Viðbragðsáætlun.
Á fundi bæjarráðs í dag var lögð fram viðbragðsáætlun Suðurnesjabæjar um heimsfaraldur COVID-19.


Aðgerðastjórn Suðurnesjabæjar.
Á fundi bæjarráðs í dag var lagt fram minnisblað um skipan aðgerðastjórnar Suðurnesjabæjar vegna m.a.
COVID-19. Tllaga í minnisblaðinu samþykkt og aðgerðastjórn hefur fullt umboð. Aðgerðastjórn er skipuð
bæjarstjóra og sviðsstjórum stjórnsýslusviðs, skipulags-og umhverfissviðs og fjölskyldusviðs.


Möguleg smit starfsfólks.
Upp hafa komið upp tvö krítísk tilfelli hjá tveimur starfsmönnum í tveimur stofnunum. Málin eru í
skoðun, en ákveðið að annar starfsmaðurinn verði heima fram yfir helgi, eða þar til niðurstöður liggja
fyrir.


Stjórnendafundur.
Ákveðið að boða stjórnendur til fundar kl. 8:30 í fyrramálið til að fara yfir viðbragðsáætlun og ýmis mál
sem far þarf yfir. Einnig til að efla liðsandann og hvetja stjórnendur til dáða og samstöðu.


Næsti fundur boðaður á morgun kl. 15:00.


Fundi slitið kl. 20:40

Getum við bætt efni síðunnar?