Fara í efni

Aðgerðastjórn

3. fundur 13. mars 2020 kl. 11:15 - 19:00 Varðan
Nefndarmenn
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
  • Guðrún B Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs.
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna sviðsstjóri stjórnsýslusviðs

Nýjustu upplýsingar um COVID-19 faraldur.
Embætti landlæknis og almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hafa opnað upplýsingasíðuna covid.is.
Heilbrigðisráðherra hefur gefið út fyrirmæli um samkomubann, útfærsla verður gefin út í dag.
Samband ísl sveitarfélaga mun gefa út leiðbeiningar til sveitarfélaga varðandi starfsemi leik-og
grunnskóla, aðgerðastjórn mun vinna úr þeim leiðbeiningum í samstarfi við viðkomandi stjórnendur.


Aðgerðaáætlun um órofna starfsemi og þjónustu.
Aðgerðaáætlun Suðurnesjabæjar er í vinnslu og miðar að því að starfsemi og þjónusta sveitarfélagsins
haldist sem mest órofin og ekki þurfi að loka einstökum stofnunum eða leggja af þjónustu vegna smits
starfsfólks eða fjarveru þess frá störfum af öðrum ástæðum. Fyrir liggur áætlun um uppskiptingu
starfamanna ráðhúsa í hópa, til þess að rjúfa smitleiðir. Notast verður við þrjár starfsstöðvar, ráðhúsin í
Garði og Sandgerði, auk samkomuhússins í Sandgerði. Í áætlun verður einnig fjallað um aðgengi að
stofnunum o.fl. Unnið að því markmiði að þessar aðgerðir taki gildi frá og með mánudeginum 16.mars.


Ákveðið að frá og með mánudegi 16.mars verði opnunartímar afgreiðsla ráðhúsa skertir, opið verði milli
kl. 11:00 – 13:00. Frekari ákvarðanir verða teknar í næstu viku.


Starfsfólk sem kemur erlendis frá mæti ekki beint til vinnu við heimkomu.
Ákveðið að beina því til sviðsstjóra/yfirmanna að haft verði samband við starfsfólk sem hefur dvalið
erlendis og það beðið um að koma ekki beint til starfa eftir heimkomu. Þetta er óháð því hvar
viðkomandi starfsfólk hefur dvalið erlendis. Þess verði óskað að viðkomandi starfsmenn hafi samband
við heilsugæslulækni og fái grænt ljós á mætingu til vinnu. ( Einnig í þeim tilfellum að fjölskyldumeðlimir
starfsfólks koma heim erlendis frá,) Megin ástæður þessa eru vegna skólanna.


Fundur með stjórnendum skóla og fjölskyldusviðs kl. 14:30, í stóra sal niðri í Vörðunni.
Umræða um fyrirmæli stjórnvalda varðandi starfsemi skólanna. Upplýsingar og leiðbeiningar hafa ekki
borist frá Sambandinu, en verður unnið úr þeim og upplýsingum komið á framfæri væntanlega síðar í
dag.


Ákveðið að gefa út að mánudaginn 16. mars verði starfsdagar í skólum Suðurnesjabæjar, til þess að gefa
meira svigrúm til að vinna úr og ákveða aðgerðir í framhaldi af fyrirmælum stjórnvalda varðandi
skólahald.
Bókasafn verður opið mánudaginn 16.mars, en en lokað eftir það þar til annað verður ákveðið.


Upplýsingafundur með bæjarstjórn kl. 16:00, í stóra sal niðri í Vörðunni.
Farið yfir aðgerðir sem ráðist hefur verið í og eru framundan. Umræða var m.a. um hvort ekki ætti að
hætta útleigu á sölum í skólunum, skoða bókanir og leysa málin.


Fundur með forstöðumanni íþróttamiðstöðva.
Í samráði við forstöðumann verða íþróttamiðstöðvar sveitarfélagsins lokaðar mánudaginn 16.mars,
vegna starfsdags til að skipuleggja starfsemina nánar.


Tilkynningar og upplýsingar.
Aðgerðastjórn sendi frá sér tilkynningar og upplýsingar á heimasíðu, til stjórnenda og bæjarstjórnar.


Fundi lokið kl. 19:00

Getum við bætt efni síðunnar?