Fara í efni

Aðgerðastjórn

2. fundur 12. mars 2020 kl. 15:00 - 15:40 Varðan
Nefndarmenn
  • Magnús Stefánsson Bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
  • Guðrún B Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna sviðsstjóri stjórnsýslusviðs

Stjórnendafundur í morgun.
Farið yfir viðbragðsáætlun sem tók gildi í gær. Farið yfir ýmis mál og aðgerðir.
Komið hafa upp þrjú krítísk mál í þremur stofnunum, niðurstöður sýna ekki komnar en ráðstafanir í
gangi.
Bent á mikilvægi þess að eiga samstarf við ríkið varðandi þjónustu barnaverndar í flugstöð, sérstaklega
þar sem grunur er um COVID-19 smit í börnum. Ekki ásættanleg staða fyrir okkar starfsfólk vegna
smithættu o.fl.


Áætlun um órofna starfsemi.
Unnið era ð setja saman áætlunina, vonandi tilbúin á morgun. Í því felst m.a. að skipta starfsmannahópi
upp til að rjúfa smitleiðir, breyta opnunartímum skrifstofa o.fl. Fjölskyldusvið er þegar farið að huga að
þessum málum, bæði á skrifstofunni og í stofnunum. Einnig verið að skoða þjónustuþætti og mönnun.
Ákveðið að Sviðsstjórar hugi að uppskiptingu starfsmannahópa, í þeim tilgangi að rjúfa smitleiðir.
Verið að kaupa búnað, m.a. til að starfsfólk geti unnið heima. Einnig verið að kaupa fjarfundabúnað.
Finna út leiðir til að draga úr fundahöldum, setja upp fjarfundi í staðinn.


Líkamsræktarstöðvar.
Láta skoða leiðir til að draga úr smithættu. Til dæmis hvort megi taka einstök tæki úr umferð. Þá verði
fólk með undirliggjandi áhættuþætti hvatt til að taka sér frí frá því að mæta í ræktina.


Frestun viðburða.
Fram hefur komið að búið er að fresta Landsþingi sveitarfélaga sem átti að vera síðar í mars.
Búið var að fresta árshátíð starfsfólks Suðurnesjabæjar sem átti að vera næsta laugardag.


Upplýsingamiðlun.
Sett verður frétt á heimasíðu í dag um viðbragðsáætlun og hún birt einnig. Viðbragðsáætlunin tók gildi í
gær og verður send til stjórnenda að loknum fundi.


Næsti fundur boðaður á morgun kl. 11:15.


Fundi slitið kl. 15:40

Getum við bætt efni síðunnar?