Fara í efni

Aðgerðastjórn

4. fundur 16. mars 2020 kl. 09:00 - 16:30 Varðan
Nefndarmenn
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
  • Guðrún B Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs.
Starfsmenn
  • Kristín Helgadóttir deildarstjóri fræðsludeildar
  • Hanna frá leikskólanum Sólborg
  • Ingibjörg og Hafrún frá leikskólanum Gefnarborg.
  • Hólmfríður og Bylgja frá Sandgerðisskóla
  • Guðjón Árni frá Gerðaskóla.
  • Eyþór og Halldór skólastjórar tónlistarskólanna.
  • Jón Hjálmarsson forstm. Íþróttamannvirkja
  • Rut deildarstjóri frístunda.
  • Rúnar frá HR Þrif
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna sviðsstjóri stjórnsýslusviðs

Skipulag skólastarfs.
Unnið er að skipulagi skólastarfs í öllum skólum og hefur sú vinna staðið yfir um liðna helgi. Í gær,
sunnudaginn 15.mars bárust leiðbeiningar frá Sambandi ísl sveitarfélaga til sveitarfélaga, varðandi
mótun starfsemi allra skóla og hefur m.a. verið unnið út frá því.


Kl. 9:15, stjórnendur leikskólanna, ásamt Kristínu:
Kristín fór yfir drög að verklagi leikskóla á grunni takmarkana skólastarfs vegna farsóttar. Þar er m.a.
gert ráð fyrir að hópum barna verði skipt upp og hópar mæti annan hvern dag.
Taka þarf afstöðu til leikskólagjalda og afslátta vegna frávika í mætingu barna, t.d. vegna barna sem
verða heima og barna sem nýta bara hluta af vistunartíma. Tekin verður afstaða til þessara mála, sem og
annarra vafamála sem upp koma og verður niðurstöðum komið á framfæri.
Leggja þarf línur til að bregðast við ef upp koma veikindi/smit hjá einstaka starfsmönnum. Lausnin gæti
verið sú að tiltekinn hópur barna sé eyrnamerktur einstaka starfsmönnum, ef viðkomandi starfsmenn
veikjast þá fylgi hópurinn honum út úr skólanum.
Niðurstaða:
Unnið verður eftir drögum að verklagi, sem Kristín setti saman. Opnunartími leikskólanna verði kl. 7:45-
16:00, m.a. til þess að starfsfólk hafi svigrúm til þrifa undir lok dags. Kristín skilar skjali til
aðgerðastjórnar um starfsemi leikskólanna. Leikskólarnir koma upplýsingum á framfæri við
forráðamenn barnanna.


Kl. 10:00, stjórnendur grunnskólanna, ásamt Kristínu:
Stjórnendur fóru yfir vinnu sem unnin hefur verið varðandi skipulag skólastarfs.
Skóladagar verða skertir, en reynt að passa upp á að viðhalda rútínum sem mest. Skipulag er samræmt
milli skólanna eins mikið og mögulegt er. Um er að ræða skerta starfsemi.
Bókasöfnin og íþróttahús verði lokað gagnvart nemendum. Skólaselin verða opin eins og mögulegt er.
Niðurstaða:
Skipulag skólanna verður virkjað samkvæmt þeim áætlunum sem skólarnir hafa sett upp. Kristín mun
senda aðgerðastjórn skjal um starfsemi grunnskólanna. Grunnskólarnir koma upplýsingum á framfæri
við forráðamenn nemenda.


Kl. 11:15, skólastjórar tónlistarskólanna:
Farið yfir aðgerðaplön tónlistarskólanna. Gert er ráð fyrir röskun á starfseminni, m.a. verður ekki
hópkennsla eða önnur starfsemi hópa. Leitast við að halda úti einstaklingskennslu.
Niðurstöður:
Skólastjórarnir koma upplýsingum á framfæri og verða þær birtar.


Kl. 13:00, Íþróttamiðstöðvarnar
Ráðstafanir til að vernda starfsfólkið, jafnvel skipta upp í hópa án samskipta. Miðað verður við að setja
takmarkanir á fjölda í þreksölum og í sundlaug. Takmarkanir verða á hópatímum í líkamsrækt, einnig
verði hámarkstími á dvöl einstaklinga í þreksal. Takmarkanir verða einnig varðandi afnot af
búningsklefum hjá þeim sem sækja þreksali.
Fundnar verða lausnir um aukin þrif.
Sundlaugar verði opnar. Takmarkaður fjöldi hverju sinni í sundlaug, takmarka fjölda í heitum pottum.
Gufubaði og köldum pottum lokað. Börn að 14 ára aldri hafi aðgang í sundlaugina til kl 17.
Íþróttasalir. Skipulagðar íþróttaæfingar verða a.m.k. ekki þessa viku, gæti breyst í næstu viku.
Takmarkanir á fjölda hverju sinni, skipulagt þannig að hópar hittist ekki út og inn. Gætt verði að
fjarlægðum milli einstaklinga.
Niðurstaða:
Unnið verði út frá uppleggi forstöðumanns. Planið verður sett upp í skjal og sent aðgerðastjórn.
Upplýsingarnar verða birtar á heimasíðu og víðar.


Kl. 14:30, HR Þrif
Farið yfir þrif í öllum stofnunum. Fyrir liggur að auka þarf þrif almennt.
Bergný verður í sambandi við Rúnar um þessi mál.
Rúnar mun væntanlega fá meira magn af spritt birgðum síðar í dag.


Kl. 15:00, starfsemi félagsmiðstöðva, Rut.
Rut er í samskiptum við Samsuð og kollega sína í nágrannasveitarfélögum. Fundir verða á morgun og
verða lagðar línur um starfsemina í framhaldinu. Einnig verði leitast við að finna leiðir til að bjóða
ungmennum upp á sem mesta virkni.
Niðurstaða:
Starfsemin er í mótun og verður lögð upp á morgu, eða miðvikudag.


Nokkrar niðurstöður:

  • Varðandi umræðu um afslætti þjónustugjalda, m.a. leikskóla o.fl. (sbr umfjöllun hér að framan), þá mun aðgerðastjórn vinna minnisblað og leggja fyrir bæjarráð í næstu viku.
  • Frétt verður birt á heimasíðu fyrir kvöldið, með upplýsingum um skólastarf, íþróttamiðstöðvar o.fl.
  • Skoða verði með að einstaka starfsmenn, sem starfa í stofnunum sem loka eða verða með verulega skerta starfsemi, geti tekið að sér að starfa t.d. í skólunum ef þarf.

Auk framangreindra mála fór aðgerðastjórn yfir ýmis mál og mun koma aftur saman á morgun kl 13:00.


Fundi lokið kl. 16:30

Getum við bætt efni síðunnar?