Fara í efni

Aðgerðastjórn

6. fundur 18. mars 2020 kl. 13:00 - 18:00 Varðan
Nefndarmenn
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
  • Guðrún B Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs
Starfsmenn
  • Gestir: Halla Þórhallsdóttir mannauðsstjóri
  • Elísabet Þórarinsdóttir fjármálastjóri
  • Kristín Helgadóttir deildarstjóri fræðslumála í símasambandi
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna sviðsstjóri stjórnsýslusviðs

Starfsmannamál (Halla):
- Halla mun senda út póst til áminningar til allra stjórnenda um að skila öllum upplýsingum til
hennar, varðandi heimavinnu, veikindi, sóttkví eða hvað sem er þannig að allar slíkar upplýsingar
verði á einum stað. Mikilvægt að allar upplýsingar berist og þeim sé haldið til haga, m.a. ef
starfsfólk er heimavinnandi þá af hvaða ástæðum. Í einhverjum tilfellum er starfsfólk
heimavinnandi til að halda sig frá starfsstöðvum en aðrir gætu verið heimavinnandi í sóttkví,
mikilvægt að upplýsingar um þetta séu skráðar.
- Öll gögn varðandi tímaskýrslur og annað vegna launamála berist rafrænt, engir pappírar gangi
milli fólks í bili.
- Varðandi áhættuhópa starfsmanna, þá sendir Halla út leiðbeiningar varðandi fólk í
áhættuhópum um að gæta sín sérstaklega vel samkvæmt leiðbeiningum þar um. Starfsfólk sem
hefur undirliggjandi áhættu eða sjúkdóma framvísi læknabréfi ef það þarf að halda sig heima.
- Ákveðið að finna út að senda glaðning til starfsmanna (t.d. páskaegg), á föstudaginn 20.mars.
Halla mun panta og Bergný sækir.


Fjármál og rekstur (Elísabet):
- Ársreikningur. Vinnsla uppgjörs er nokkurn veginn á áætlun. Ennþá er stefnt að því að leggja
drög að ársreikningi fyrir bæjarráð í næstu viku, en mögulega getur það dregist. Skýrist nánar
þegar nær líður að helginni. Varðandi það að ársreikningur verði afgreiddur á réttum tíma
samkvæmt sveitarstjórnarlögum, þá má reikna með að ekki verði gengið stíft eftir að þessir
frestir haldi, m.a. vegna þess að í einhverjum sveitarfélögum og hjá endurskoðendum hafa þegar
orðið fjarvistir lykilstarfsfólks sem hefur farið í sóttkví vegna Covid-19.
- Unnið er að verklagsreglum varðandi afslætti af þjónustugjöldum, svo sem leikskólagjöldum,
dagmæður og frístund eftir skóladag. Tekjutap er óljóst ennþá.
- Leitast verður við að halda sérstaklega utanum kostnað sem fellur til vegna alls konar ráðstafana
vegna Covid aðgerða.
- Á vegum Sambandsins er unnið að leiðbeiningum til sveitarfélaga um mögulega fresti á
innheimtu fasteignagjalda, eða um aðrar ráðstafanir í þeim efnum. Við munum bíða eftir að fá
þær leiðbeiningar áður en lengra verður haldið með ákvarðanir.
- Fjármálastjóri mun eins og alltaf fylgjast náið með tekjustreymi og lausafjárstöðu.


Skólamál/skólamatur.
- Breytingar á starfsemi grunnskólanna, sem hefur haft í för með sér breytingar á matarþjónustu
hjá Skólamat. Foreldrar hafa verið að segja upp áskriftum, sem kemur illa fyrir alla aðila. Unnið
er að lausnum í samráði við Skólamat og skólana, markmið að nemendur fái næringu.


Leikskólagjöld og önnur þjónustugjöld.
- Vegna skertrar þjónustu leikskólanna, skólasels og hjá dagforeldrum, sem og að einhver hluti
barna er heima og nýta ekki leikskólapláss, verði afslættir á leikskólagjöldum. Í samráði við
leikskólana og deildarstjóra fræðslumála voru unnar verklagsreglur, sem verða gefnar út síðar í
dag. Biðlað verði til forráðamanna leikskólabarna um að í ljósi aðstæðna verði börnum haldið
heima ef aðstæður leyfa og tök eru á, til að minnka álagið á leikskólana þar sem þurft hefur að
stokka upp allt skipulag. Þetta á einnig við um skólaselin og dagforeldra.


Þýðingar á textum
Mikilvægt er að upplýsingar frá sveitarfélaginu komist til skila til þeirra íbúa sem ekki lesa eða hafa vald á
íslensku. Katarzyna starfsmaður okkar í bókhaldi hefur tekið þetta að sér og hefur þýtt meira og minna
allt yfir á pólsku sem sveitarfélagið sendir frá sér. Þá hefur Bergný nýtt sína kunnáttu til að þýða efni yfir
á ensku. Aðgerðastjórn kann þeim bestu þakkir fyrir þeirra framlag.


Auk framangreindra mála fór aðgerðastjórn yfir ýmis mál og mun koma aftur saman á morgun kl 13:00.


Fundi lokið kl. 18:00

Getum við bætt efni síðunnar?