Fara í efni

Aðgerðastjórn

8. fundur 20. mars 2020 kl. 13:00 - 15:00 Varðan
Nefndarmenn
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
  • Guðrún B Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna sviðsstjóri stjórnsýslusviðs

Staða mála:
- Þrír starfsmenn sveitarfélagsins eru komnir í sóttkví. Tveir þeirra munu vinna heiman frá sér.
- Einni deild á leikskólanum Sólborg hefur verið lokað. Beðið eftir niðurstöðum rakningardeildar
með frekari ráðstafanir, þ.m.t. hvort öll börnin og starfsfólkið þurfi að fara í sóttkví. Upplýsa þarf
stjórnendur um að það sé hlutverk almannavarna og rakningarteymis að greina einstök tilvik
sem upp kunna að koma og veita ráðgjöf og fyrirmæli um viðbrögð.
- Bergný hefur sett upp skjal um fjármál og rekstur vegna Covid, þar sem haldið er utan um
kostnað sem hlýst af Covid mála. Skjalið er vistað í One og er lifandi skjal sem verður lagt fyrir
bæjarráð eftir því sem fram vindur.


Breytt skipulag starfsstöðva og hjá starfsfólki.
- Aðgerðastjórn mun hætta að hittast á fundum eftir daginn í dag, vegna sóttvarnasjónarmiða.
Notast verður við fjarfundi eftir því sem á þarf að halda.
- MS mun hafa samband við sóttvarnalækni að meðlimir aðgerðastjórnar fái að fara í test hjá HSS,
til að ganga úr skugga um þessir þessir lykilstjórnendur eru ósýktir/sýktir.
- Öllum starfsstöðvum í ráðhúsum og samkomuhúsi verður lokað frá og með næsta mánudegi.
Verið er að undirbúa að allir starfsmenn stjórnsýslusviðs og fjölskyldusviðs vinni heima.
Þjónustufulltrúar verði heima og svari síma, vinni með tölvupósta o.fl. Lausnir verða útfærðar,
þ.m.t. hvernig við getum tekið á móti póstsendingum frá Póstinum.
- Íþróttamiðstöðvarnar verði opnar eins lengi og mögulegt verður.
- Frá og með mánudegi 23.mars verði félagsmiðstöðvum lokað. Starfsmenn vinni heima og í
samvinnu við ýmsa aðila verði unnið að því að bjóða ungmennum einhverja virkni.


Forgangshópar í leikskóla og grunnskóla:
Leita þarf lausna til þess að halda utan um börn í forgangshópum í leikskólum og grunnskólum, eftir því
sem mögulegt reynist.


Fjarfundir:
Starfsmenn Sensa munu koma líklega á mánudaginn, til að skoða aðstæður og gera tillögur um lausnir og
útfærslur fyrir okkur að koma upp fjarfundabúnaði. Markmið að fundir geti farið fram í fjarfundi.


Auk framangreindra mála fór aðgerðastjórn yfir ýmis mál og mun koma aftur saman á morgun kl 13:00.


Fundi lokið kl. 15:00

Getum við bætt efni síðunnar?