Fara í efni

Aðgerðastjórn

9. fundur 01. apríl 2020 kl. 09:30 - 10:15 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
  • Guðrún B Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs.
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna sviðsstjóri stjórnsýslusviðs

Staða mála:
- Starfsemi í öllum skólum hefur gengið vel. KH fundar reglulega með stjórnendum og sendir
skýrslu.
- Skólastjórnendur hafa óskað eftir að fá að kaupa Ipad fyrir einn bekk í hvorum skóla. Kostnaður
2-3,5 mkr. fyrir hvorn skóla. GBS mun skoða stöðu fjárheimilda o.fl.
- Lagafyrirmæli um að færa megi starfsmenn milli starfa út frá almannavarnaástandi.


Atvinnumál og félagsleg virkni:
Mjög margir hafa og eru að missa atvinnu að hluta-eða öllu leyti. Fylgja eftir plönum sem sett voru af
stað í kjölfar falls WOW fyrir ári, er varðar félagslega þætti með kastljósið á börn og ungmenni. Tölur um
fjölda einstaklinga á atvinnuleysisskrá í Suðurnesjabæ liggja ekki fyrir.
- Setja upp hugflæði allra til að tína til alls konar verkefni sem vinna má í sumar, vegna
sumarstarfsfólks. Leitað verður til stjórnenda með hugmyndir.
- Leita eftir samstarfi við Vinnumálastofnun um sumarstörf.
- Finna leiðir til að auka virkni ungmenna og einnig eldra fólks.


Starfsstöðvar:
Frá og með 23.mars hefur Jón Ben verið með starfsstöð í Garði. Afgreiðslunum í báðum ráðhúsum var
lokað frá þeim degi og flestir starfsmenn vinna heima. Öllum samskiptum er beint til þjónustufulltrúa
um síma eða tölvupóst.
Virkni starfsfólks í heimavinnu starfsfólks er ágæt. Öll kerfi virka vel, t.d. varðandi samskipti íbúa við
einstaka þjónustu.


Fjarfundir:
Bæjarstjórn mun í dag samþykkja heimild til fjarfunda bæjarstjórnar, nefnda og ráða. Unnið er að því að
koma búnaði og tæknilausn upp hjá okkur.


Auk framangreindra mála fór aðgerðastjórn yfir ýmis mál og mun koma aftur saman síðar.


Fundi lokið kl. 10:15

Getum við bætt efni síðunnar?