Fara í efni

Aðgerðastjórn

13. fundur 24. apríl 2020 kl. 11:30 - 12:10 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
  • Guðrún B Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs.
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna sviðsstjóri stjórnsýslusviðs

Álitamál úr punktum Kristínar Helga dags. 22.04.2020.
- Starfsmenn sem fengu læknisvottorð vegna undirliggjandi sjúkdóma, þurfa þeir að endurnýja
læknisvottorð eftir 4.maí.
- Fjarvera starfsmanns vegna barns sem fer ekki á leikskóla vegna veikinda barns, spurning um að
skoða veikindadaga.
GBS hefur sent þessi atriði til mannauðsstjóra og launadeildar, ekki komin svör en gengið verður eftir
því eftir helgina. Í raun verða komnar nýjar forsendur eftir 4.maí, í skólunum færist starfsemin í
sama horf og var fyrir samkomubann 16.mars.


Aðgerðapakki ríkistjórnar 2.
Skoða sérstaklega eftirtaldar aðgerðir, kaflar aðgerðaáætlunar innan sviga.
(6) Endurgr VSK til sveitarfélaga vegna framkvæmda.
(6) Jöfnunarsjóður fær fjármagn frá Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs.
(6) Suðurnes: Þjónusta við erl.íbúa, Reykjanes Geopark, Teymi v.félags-, heilbrigðis- og menntamál.
(9) Sumarstörf fyrir námsmenn (18+), 3000 störf, 2,2 mrð.
Leitað hefur verið eftir grófri áætlun um fjölda sumarstarfa sem við myndum sækja eftir. Verið
er að undirbúa það og safna saman upplýsingum og hugmyndum. Verkefnið er í vinnslu hjá
ríkinu og Sambandinu og mun koma í ljós fljótlega hvernig þetta verði útfært.


Ljósleiðari í dreifbýli.
Bergný og Einar Friðrik eru að vinna tillögur og skoða möguleika á að við föllum inn í flýtiverkefni
varðandi lagningu ljósleiðara í dreifbýli. Málið er í vinnslu og ekki fyrirséð um niðurstöðu.


Ráðhúsin eftir 4. maí.
Ákveða eftir helgina hvort allt starfsfólk ráðhúsa mæti á sínar starfsstöðvar, eins og var fyrir
samkomubann. Gætt verði að öllum sóttvarnakröfum, takmörkuð opnun afgreiðsla og ráðstafanir í
fundarsölum. Fjöldi starfsfólks í hvoru vinnurými er langt undir takmörkum sem gilda eftir 4.maí.


Upplýsingar.
Birta núna upplýsingar um opnunartíma ráðhússins í Garði kl. 10-14 og eftir helgi upplýsingar á
heimasíðu um breytingar á starfsemi sveitarfélagsins frá 4.maí.


Fundarlok kl. 12:10

Getum við bætt efni síðunnar?