Fara í efni

Aðgerðastjórn

18. fundur 08. október 2020 kl. 08:30 - 11:00 Ráðhúsinu Garði
Nefndarmenn
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
  • Guðrún B Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs.
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs

Aðgerðastjórn Almannavarna á Suðuresjum gefur daglega upp tölur um smit og fjölda í sóttkví eftir
sveitarfélögum á Suðurnesjum. Undanfarið hafa engin smit komið upp meðal íbúa í Suðurnesjabæ, í dag
eru 6 einstaklingar í Suðurnesjabæ í sóttkví.


Aðgerðastjórn telur ekki ástæðu til að sóttvarnaaðgerðir sveitarfélagsins verði hertar frá því sem ákveðið
hefur verið, þrátt fyrir hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu. Aðgerðastjórn tekur undir með
sóttvarnayfirvöldum og Almannavörnum og hvetur fólk almennt til að halda í lágmarki ferðum til og frá
höfuðborgarsvæðinu, vegna útbreiðslu á Covid smitum þar.


Umræða um Hrekkjarvöku sem er síðustu viku október. Í ljósi smitvarna hvetur aðgerðastjórn til þess að
börn gangi ekki hús úr húsi til að sníkja sælgæti, hins vegar verði lagt upp úr að viðburðir verði á
grundvelli reglna um smitvarnir.


Hjá fjölskyldusviði er starfsmannahópnum skipt upp, hluti þeirra vinnur heima og starfsfólk
barnaverndar notar aðstöðu í Skerjaborg. Fáir starfsmenn vinna á sínum starfsstöðvum í ráðhúsinu í
Sandgerði.


Suðurnesjabær hefur pantað margnota andlitsgrímur, sem verður dreift meðal starfsfólks.
Leiðbeiningum um notkun andlitsgríma verður komið á framfæri til starfsfólks.
Bókasafnið er opið og útlán bóka eins og verið hefur. Aðgerðastjórn leggur áherslu á að vandað verði til
verka við að sótthreinsa allar bækur við skil.


Starfsfólk Suðurnesjabæjar, íbúar og gestir eru hvattir til að fylgja leiðbeiningum og tilmælum um
almennar einstaklingsbundnar smitvarnir og sameinast um nauðsynlegar aðgerðir gegn Covid-19.

Getum við bætt efni síðunnar?