Fara í efni

Aðgerðastjórn

19. fundur 12. október 2020 Ráðhúsinu Garði
Nefndarmenn
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
  • Guðrún B Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs boðaði forföll.
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna sviðsstjóri stjórnsýslusviðs

Aðgerðastjórn Almannavarna á Suðurnesjum gefur daglega upp tölur um smit og fjölda í sóttkví eftir
sveitarfélögum á Suðurnesjum. Fram að síðustu helgi höfðu engir einstaklingar í Suðurnesjabæ greinst
með Covid smit, en örfáir voru í sóttkví. Samkvæmt upplýsingum í dag eru nú 2 einstaklingar í
sveitarfélaginu smitaðir í einangrun og 1 einstaklingur í sóttkví.
Aðgerðastjórn Almannavarna á Suðurnesjum fundar reglulega a.m.k. einu sinni í viku, þar sem farið er
yfir stöðu mála og lagt á ráðin um aðgerðir eftir aðstæðum. Fundir verða oftar ef ástæða þykir til, allt
eftir þróun faraldursins. Bæjarstjóri tekur þátt í fundunum fyrir hönd Suðurnesjabæjar.


Sóttvarnayfirvöld hafa mælst til þess að fólk haldi í lágmarki ferðum til og frá höfuðborgarsvæðinu,
vegna mikilla smita þar. Nokkrir starfsmenn tónlistarskólanna er búsettir á höfuðborgarsvæðinu og
koma til kennslu í Suðurnesjabæ. Í samráði við skólastjóra tónlistarskólanna telur Aðgerðastjórn ekki
ástæðu til að mælast til að viðkomandi kennarar komi ekki til kennslu, heldur er lögð áhersla á að þeir
noti andlitsgrímur, viðhafi handþvott og sprittun og gæti að 2 metra fjarlægð frá sínum nemendum.
Þessi ákvörðun verður endurmetin ef ástæða verður til á næstu dögum. Með þessu er leitast við að
starfsemi skólanna verði óbreytt.


Aðgerðastjórn telur ekki ástæðu til að sóttvarnaaðgerðum sveitarfélagsins verði breytt frá því sem
ákveðið hefur verið. Aðgerðastjórn tekur undir með sóttvarnayfirvöldum og Almannavörnum og hvetur
fólk almennt til að halda í lágmarki ferðum til og frá höfuðborgarsvæðinu, vegna útbreiðslu á Covid
smitum þar.


Í ljósi aðstæðna verður viðbótarþjónusta í formi bókalúgu almenningsbókasafns Suðurnesjabæjar í
Gerðaskóla. Gætt verður að sóttvörnum við skil bóka. Þetta fyrirkomulag verður auglýst nánar á
heimasíðu Suðurnesjabæjar.


Starfsfólk Suðurnesjabæjar, íbúar og gestir eru hvattir til að fylgja leiðbeiningum og tilmælum um
almennar einstaklingsbundnar smitvarnir og sameinast um nauðsynlegar aðgerðir gegn Covid-19.

Getum við bætt efni síðunnar?