Suðurnesjabær óskar eftir tilnefningum til Íþróttamanns ársins 2023
		Suðurnesjabær óskar eftir tilnefningum til Íþróttamanns ársins 2023	
	
			
					08. nóvember 2023			
	
	Íþrótta- og tómstundaráð Suðurnesjabæjar óskar eftir tilnefningum frá almenningi um:
- Íþróttafólk sem þykir hafa náð góðum árangri eða skarað framúr í sinni íþrótt á árinu 2023.
- Einstaklinga sem hafa sýnt einstaka fórnfýsi og vinnusemi í þágu íþrótta- og æskulýðsmála og eiga skilið viðurkenningu á sínu framlagi.
Rökstuddum tilnefningum skal skila til afgreidsla@sudurnesjabaer.is fyrir 3. desember n.k.
