Fara í efni

Auglýsing um skipulagsmál í Suðurnesjabæ

Auglýsing um skipulagsmál í Suðurnesjabæ

Tillaga að deiliskipulagi við Iðngarða í Suðurnesjabæ

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkti þann 5. apríl 2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Iðngarða í Garði, Suðurnesjabæ skv. 41. og 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Leitast er við að nýta landkosti svæðisins sem best og byggja á þeim grunni sem fyrir er en á svæðinu eru nú 27 hús, íbúðar-,atvinnu- og iðnaðarhúsnæði.  Samanlögð stærð svæðisins er um 21 ha, þar af 15,2 ha athafnasvæði, 2,5 ha iðnaðarsvæði og 2,0 ha íbúðasvæði ásamt opnum svæðum.  Um er að ræða 40 misstórar lóðir undir fjölbreytta athafnastarfssemi og 2 nýjar íbúðahúsalóðir.

Við gildistöku skipulagsins fellur eldra deiliskipulag við Iðngarða út sem var samþykkt 12. mars 1992.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi efri hluta íbúðasvæðis ofan Garðvangs – Teiga- og Klapparhverfi

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkti á fundi sínum þann 2. febrúar 2022, að auglýsa breytingu á efri hluta íbúðasvæðis ofan Garðvangs, Teiga- og Klapparhverfi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í tillögunni, dags. 14. janúar 2022, felst endurskoðun á efri hluta íbúðasvæðisins með það markmið að mæta þörf fyrir minni og hagkvæmari íbúðir. Í breyttri deiliskipulagstillögu af þessum hluta hverfisins er gert ráð fyrir alls 259 íbúð í 86 húsum sem er fjölgun um 118 íbúðir frá sama hluta af áður samþykktu skipulagi. Sjá svæði auðkennt ÍB9 í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Garðs 2013 - 2030.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis ofan Skagabrautar og Búmannasvæði í Suðurnesjabæ

Bæjarráð Suðurnesjabæjar samþykkti þann 14. júlí 2021 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis ofan Skagabrautar og Búmannasvæði í Garði, Suðurnesjabæ skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst í því að húsgerð F, keðjuhús á einni hæð við Þrastarland og Kríuland fellur út.  Í stað húsagerðar F kemur ný húsagerð I, tvíbýlishús á tveimur hæðum. Íbúðafjöldi breytist ekki. Í stað 14 keðjuhúsa koma 7 tvíbýlishús á tveimur hæðum og lóðamörk breytast.  Lega syðri hluta götunnar Kríulands er einfölduð og lögð í beinu framhaldi af Þrastarlandi.

Skipulagstillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Suðurnesjabæjar, Sunnubraut 4, Garði frá og með miðvikudeginum 12. apríl til og með miðvikudagsins 24. maí 2023. Tillögurnar eru einnig aðgengilegar á vef Suðurnesjabæjar, www.sudurnesjabaer.is.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar til miðvikudagsins 24. maí 2023. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa  með tölvupósti á jonben@sudurnesjabaer.is, eða á bæjarskrifstofuna í Garði, b.t. skipulagsfulltrúa, Sunnubraut 4, 250 Garður.

Jón Ben. Einarsson,

Skipulagsfulltrúi Suðurnesjabæjar