Fara í efni

Laus störf

Fjölskyldusvið - Sumarstarf/hlutastarf

Suðurnesjabær auglýsir fjölbreytt verkefni innan félagsþjónustunnar:

Persónulegur ráðgjafi - liðveitandi – stuðningsaðili

Hæfniskröfur:

 • Góðir samskiptahæfileikar
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Áhugi á að vinna með einstaklingum
 • Hreint sakavottorð
 • Sveigjanlegur vinnutími
 • 18 ára og eldri

Nánari upplýsingar um starfið veita:

 • Vigdís Sveinsdóttir - vigdis@sudurnesjabaer.is
 • Sóley Gunnarsdóttir - soley@sudurnesjabaer.is
 • Eða í síma 425 3000                           
Sumarstarfsmaður í íþróttamiðstöð

Laus er til umsóknar 85 % staða við Íþróttamiðstöðvar Suðurnesjabæjar

Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri, lokið eða geta sótt námskeið í skyndihjálp og standast sundpróf laugarvarða samkvæmt reglugerð um hollustuhætti á sund og baðstöðum.

Vaktirnar hafa í för með sér sveigjanleika og nýtist starfsmaðurinn á báðum sundstöðunum.

Í starfi sundlaugarvarðar felst m.a:

 • Öryggisvarsla við sundlaug og sundlaugarsvæði.
 • Klefavarsla/baðvarsla/gangavarsla/ rýmisvarsla.
 • Baðvarsla.
 • Afgreiðsla og önnur þjónusta við gesti.
 • Þrif.

Hæfniskröfur:

 • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Reynsla af starfi með börnum og unglingum.
 • Tölvukunnátta
 • Hreint sakavottorð.

Laun taka mið af starfsmati og kjarasamningum viðkomandi BSRB/ASÍ félaga við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður Einar Karl Vilhjálmsson, í síma 692-8527 eða í tölvupósti á netfangið einarkarl@sudurnesjabaer.is

Umsóknarfrestur er til og með föstudeginum 27. maí 2022.

Umsóknum ásamt ferilskrá skal skila á netfangið einarkarl@sudurnesjabaer.is

Deildarstjóri á búsetukjarna

Laus er staða deildarstjóra í búsetukjarna í Suðurnesjabæ ásamt því að hafa umsjón með utankjarnaþjónustu. Um er að ræða fullt starf þar sem unnið er á vöktum. Hjá Suðurnesjabæ er unnið eftir hugmyndafræði þjónandi leiðsagnar og áhersla lögð á sjálfstæði íbúa og þjónustumiðaða nálgun.

Helstu verkefni og ábyrgð                         

 • Umsjón og eftirlit með daglegri þjónustu við íbúa.
 • Skipuleggur og stýrir daglegum störfum starfsmanna í samráði við forstöðumann.
 • Veitir starfsmönnum leiðsögn og tilsögn um framkvæmd þjónustu.
 • Sér um gerð og eftirfylgd einstaklingsáætlana.
 • Tekur virkan þátt í þróunar- og uppbyggingarvinnu.
 • Vinnur eftir hugmyndafræði um þjónandi leiðsögn

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Menntun á sviði félagsvísinda ss. þroskaþjálfun, félagsráðgjöf eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af sambærilegu starfi kostur
 • Reynsla af stjórnun kostur
 • Skipulagshæfileikar og sjálfstæði í starfi
 • Frumkvæði, skipulaghæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Lipurð í mannlegum samskiptum, jákvætt viðhorf og geta til að vinna undir álagi.
 • Hreint sakavottorð

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi

Umsjón með starfinu hefur Eyrún Ösp Ingólfsdóttir, forstöðumaður búsetuþjónustu eyrun@sudurnesjabaer.is

 Umsóknum skal skilað á rafrænu formi á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is

Getum við bætt efni síðunnar?