Fara í efni

Möguleg gasmengun í dag

Möguleg gasmengun í dag

Búast má við gasmengun vegna eldgoss á Reykjanesi í dag og eru íbúar á Suðurnesjum, þ.m.t. í Suðurnesjabæ, hvattir til að fylgjast með loftgæðamælingum á loftgaedi.is , vef veðurstofunnar um gasmengun og leiðbeiningum frá Almannavörnum. Verðurspá dagsins í dag, sunnudaginn 11. apríl, er suðaustan og sunnan 5-10 m/s á gosstöðvunum og snjókoma með köflum. Hiti við frostmark. 

Þeim sem eru með viðkvæm önd­un­ar­færi er bent á að forðast áreynslu ut­an­dyra á meðan meng­un stend­ur.