10. júlí 2025
Heildstæð tómstundafrístund í Gerðaskóla
Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt að veita heimild fyrir þróunarverkefni á frístundaheimilinu í Gerðaskóla frá og með ágúst 2025. Verkefnið snýr að eflingu frístundastarfsins með það að markmiði að skapa öruggt og stuðningsríkt umhverfi þar sem börn geta leikið sér, þróað félagsfærni, aukið sköpunargáfu og lært nýja hluti. Verkefnið stuðlar að heilbrigðum vexti, félagslegri inngildingu og aukinni þátttöku barna í samfélaginu.