Fara í efni

Breyting á aðalskipulagi í landi Gauksstaða - Verkefnislýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Garðs 2013 – 2030

Breyting á aðalskipulagi í landi Gauksstaða - Verkefnislýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Garðs 2013 – 2030

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar hefur samþykkt til kynningar lýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Garðs 2013-2030.

Breytingin felst í breytingu á skilgreiningu svæðis frá skilgreindri notkun opins svæðis í núgildandi aðalskipulagi í skilgreinda notkun afþreyingar- og ferðamannasvæðis í landi Gauksstaða, þar sem stefnt er að uppbyggingu gistirýma til útleigu fyrir ferðaþjónustu.

Lýsingin er kynnt á heimasíðu Suðurnesjabæjar, www.sudurnesjabaer.is, ásamt því að vera aðgengileg í anddyri bæjarskrifstofu og skulu athugasemdir og ábendingar hafa borist skriflega eigi síðar en fimmtudaginn 10. nóvember 2022.

Athugasemdir og ábendingar skulu berast með tölvupósti á sigurdur@sudurnesjabaer.is, eða á bæjarskrifstofuna í Garði, b.t. skipulagsfulltrúa, Sunnubraut 4, 250 Suðurnesjabæ.

Tillaga að aðalskipulagsbreytingu - Verkefnalýsing

Virðingarfyllst:

Jón Ben. Einarsson, skipulagsfulltrúi Suðurnesjabæjar