Lýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Garðs 2013-2030
Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar hefur samþykkt til kynningar lýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi sveitarfélagsins Garðs 2013-2030. Breytingin felst stækkun svæðis með skilgreinda notkun afþreyingar- og ferðamannasvæðis til suðurs á skilgreint opið svæði í núgildandi skipulagi. Lýsingin er kynnt á heimasíðu Suðurnesjabæjar, www.sudurnesjabaer.is og skulu athugasemdir og ábendingar hafa borist skriflega eigi síðar fimmtudaginn 25. ágúst 2021.
Skipulagstillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Suðurnesjabæjar, Sunnubraut 4, Garði frá og með miðvikudeginum 8. júlí til og með fimmtudagsins 7. september 2021.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til fimmtudagsins 7. september 2021. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa með tölvupósti á jonben@sudurnesjabaer.is, eða á bæjarskrifstofuna í Garði, b.t. skipulagsfulltrúa, Sunnubraut 4, 250 Suðurnesjabæ.
Jón Ben. Einarsson,
Skipulagsfulltrúi Suðurnesjabæjar