Fara í efni

Tillaga að Aðalskipulagi Suðurnesjabæjar 2022-2034

Tillaga að Aðalskipulagi Suðurnesjabæjar 2022-2034

Tillaga að Aðalskipulagi Suðurnesjabæjar 2022-2034

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkti á fundi sínum þann 2. nóvember 2022 að auglýsa tillögu að Aðalskipulagi Suðurnesjabæjar 2022-2034 ásamt umhverfismatsskýrslu skv. 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.

Tillagan er aðgengileg í fylgiskjölum á vef Suðurnesjabæjar sudurnesjabaer.is frá og með 9. nóvember 2022 til 23. desember 2022. Einnig er hægt að nálgast tillöguna á skrifstofu Suðurnesjabæjar að Sunnubraut 4 í Suðurnesjabæ.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að koma með ábendingar og gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 23. desember 2022.

Athugasemdum skal skilað á afgreidsla@sudurnesjabaer.is undir yfirskriftinni „Aðalskipulag Suðurnesjabæjar 2022-2034 - Auglýsing“ fyrir 23. desember 2022. Athugasemdir má einnig senda í bréfi á skrifstofu sveitarfélagsins Sunnubraut 4, 250 Suðurnesjabæ.

Jón Ben Einarsson

Skipulagsfulltrúi Suðurnesjabæjar