Fara í efni

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Sandgerðisbæjar 2008-2024 og tillaga að deiliskipulagi fyrir nýjan leikskóla við Byggðaveg

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Sandgerðisbæjar 2008-2024 og tillaga að deiliskipulagi fyrir nýjan leikskóla við Byggðaveg

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi - Svæði fyrir þjónustustofnanir við Byggðaveg

Breytingin felst í að 1 ha. svæði norðan við Byggðaveg sem skilgreint er sem opið svæði verður skilgreint sem svæði undir þjónustustofnanir.  Jafnframt er mörkuð ný stefna um staðsetningu leikskóla í Sandgerði þar sem fallið er frá fyrirhugaðri staðsetningu leikskóla við Krókskotstún/Landakotstún og þess í stað verði nýr leikskóli staðsettur norðan við Byggðaveg (L3).

Tillaga að deiliskipulagi - Leikskóli við Byggðaveg og breyting á deiliskipulagsmörkum Lækjamóta

Deiliskipulagssvæðið er um 1 ha. að stærð og staðsett norðan við Byggðaveg á svæði fyrir þjónustustofnanir, sbr.breytingu á aðalskipulagi Sandgerðisbæjar 2008-2024 sem auglýst er samhliða tillögu þessari. Tillagan gerir ráð fyrir nýjum leikskóla allt að 1.100 m2 að stærð á 8.200 m2 lóð.

Jafnframt eru gerðar óverulegar breytingar á deiliskipulagi íbúðasvæðis við Lækjamót sem felst í að mörk skipulagssvæðis eru færð suður fyrir Byggðaveg á kafla við gatnamót Lækjamóta.

Tillögurnar, ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu verða til sýnis á bæjarskrifstofunni í Sandgerði, Vörðunni, Miðnestorgi 3, frá og með miðvikudeginum 15. júlí n.k. til mánudagsins 31. ágúst 2020 og hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík. Tillögurnar er einnig til sýnis á heimasíðu sveitarfélagsins www.sudurnesjabaer.is.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar til mánudagsins 31. ágúst 2020.

Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa  með tölvupósti á jonben@sudurnesjabaer.is, eða á bæjarskrifstofuna í Garði, b.t. skipulagsfulltrúa, Sunnubraut 4, 250 Suðurnesjabæ.

 Virðingarfyllst,

Jón Ben. Einarsson, skipulagsfulltrúi

Hér er hægt að nálgast tillögunnar:

Aðalskipulag – Tillaga að aðalskipulagsbreytingu

Deiliskipulag – Tillaga að deiliskipulagi fyrir nýjan leikskóla

Deiliskipulag - Tillaga að breytingu á deiliskipulagsmörkum Lækjamóta.