Fara í efni

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi efri hluta íbúðasvæðis ofan Garðvangs – Teiga- og Klapparhverfi

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi efri hluta íbúðasvæðis ofan Garðvangs – Teiga- og Klapparhverfi

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkti á fundi sínum þann 2. febrúar 2022, að auglýsa breytingu á efri hluta íbúðasvæðis ofan Garðvangs, Teiga- og Klapparhverfi í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í tillögunni, dags. 14. janúar 2022, felst endurskoðun á efri hluta íbúðasvæðisins með það markmið að mæta þörf fyrir minni og hagkvæmari íbúðir. Í breyttri deiliskipulagstillögu af þessum hluta hverfisins er gert ráð fyrir alls 259 íbúðum í 86 húsum sem er fjölgun um 118 íbúðir frá sama hluta af áður samþykktu skipulagi. Sjá svæði auðkennt ÍB9 í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Garðs 2013 - 2030.

Kynningargögn um tillögurnar eru aðgengilegar á heimasíðu Suðurnesjabæjar og í Ráðhúsinu Garði, Sunnubraut 4, alla virka daga á opnunartíma skrifstofunnar frá 24. febrúar til og með 8. apríl 2022. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eða senda á netfangið jonben@sudurnesjabaer.is, eigi síðar en 8. apríl 2022.

Deiliskipulag fyrir breytingu

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu

Greinargerð og skilmálar

Suðurnesjabæ 22. febrúar 2022

Jón Ben Einarsson skipulagsfulltrúi