Fara í efni

Sumarstörf í Suðurnesjabæ

Sumarstörf í Suðurnesjabæ

Suðurnesjabær auglýsir eftir áhugasömum einstaklingum í eftirfarandi störf:

Flokkstjórar í vinnuskóla

Starf flokkstjóra felst í að taka þátt í og stjórna starfi hóps nemenda vinnuskólans, leiðbeina nemendum og fræða þá um rétt vinnubrögð og verkþætti í starfinu, halda skýrslu um mætingar og ástundun nemenda og vinna markvisst að því að efla liðsheild og góða líðan nemenda í vinnuskólanum. Vinnuhóparnir sinna umhirðu, viðhaldi og fleiri verkefnum í tengslum við umhirðu grænna svæða sveitarfélagsins.

Umsóknarfrestur er til og með 6. apríl 2021

Verkstjóri vinnuskóla

Starf verkstjóra felst í að skipuleggja og stjórna starfi vinnuskólans, leiðbeina og samræma vinnu flokkstjóra og fræða þá um rétt vinnubrögð og verkþætti í starfinu. Verkstjóri ber ábyrgð á skilum á tímaskráningum til launafulltrúa. Verkstjóri skal skila greinargerð um vinnuskólann að sumri loknu.

Umsóknarfrestur er til og með 21. mars 2021

Verkstjóri sumarvinnu

Starf verkstjóra felst í skipulagningu og stýringu á sumarvinnu í samvinnu við yfirmann. Verkstjóri ber ábyrgð á daglegu starfi flokksstjóra, slátturhópa og almennum verkefnum, veitir leiðsögn og fræðslu um rétt vinnubrögð og verkþætti í starfi, eflir liðsheild og hvetur til góðra verka.

Umsóknarfrestur er til og með 21. mars 2021

Sumarnámskeið barna - umsjónarmaður

Suðurnesjabær leitar að áhugasömum einstaklingum til að sjá um leikjanámskeið sumarsins. Viðkomandi þarf að geta skipulagt daglegt starf námskeiðanna og stjórnað ungmennum úr vinnuskóla sem verða til aðstoðar. Umsjónarmaður námskeiðanna þarf að vera hugmyndaríkur, sýna sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð, góða hæfni í mannlegum samskiptum auk reynslu og ánægju af að vinna með börnum. Umsækjandinn þarf að vera eldri en 20 ára. Sakavottorðs er krafist. 

Umsóknum um starfið þarf að fylgja ferilskrá og skal skila í síðasta lagi 26. mars n.k. á afgreidsla@sudurnesjabaer.is

Nánari upplýsingar veitir Rut Sigurðardóttir, deildarstjóri frístundaþjónustu á rut@sudurnesjabaer.is

 

Nánari upplýsingar um störfin má nálgast undir flipanum laus störf.