Fara í efni

Spennandi sumarstörf

Spennandi sumarstörf

Suðurnesjabær auglýsir eftir metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingum til að sinna skemmtilegum og fjölbreyttum sumarstörfum.

Umsjónarmaður sumarnámskeiða 

Umsjónarmaður sumarnámskeiða skipuleggur daglegt starf námskeiðanna og stýrir ungmennum úr vinnuskóla sem verða til aðstoðar. Námskeiðin samanstanda af leikjanámskeiðum og kofabyggð.

Verkstjóri í vinnuskóla 

Starf verkstjóra felst í að skipuleggja og stýra starfi vinnuskólans, leiðbeina og samræma vinnu flokkstjóra og útdeila verkefnum í samráði við forstöðumann umhverfismiðstöðvar.

Flokkstjórar í vinnuskóla

Flokkstjórar sjá um að skipuleggja störf og leiðbeina ungmennum 14-16 ára í vinnuskólanum. Störf vinnuskólans eru fjölbreytt og sjá vinnuhópar vinnuskólans m.a. um umhirðu, gróðursetningu, þrif og hreinsun ásamt fleiri verkefnum.

Umsóknarfrestur er til og með 19. mars 2023

Umsóknum um starfið þarf að fylgja ferilskrá og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið

Nánari upplýsingar um störfin má nálgast á alfred.is og undir laus störf.