Fara í efni

Heilsuvika í Suðurnesjabæ - Dagskrá

Heilsuvika í Suðurnesjabæ - Dagskrá

Dagana 25. september – 1. október er heilsuvika á Suðurnesjum og er haldin samhliða íþróttaviku í Evrópu sem haldin er í yfir 30 Evrópulöndum. Markmiðið er að kynna íþróttir, almenna hreyfingu og atriði sem snúa að heilsuverndandi þáttum.

Við hvetjum bæjarbúa til virkrar þátttöku í viðburðum heilsuvikunnar, sem eru allir fólki að kostnaðarlausu.

Dagskrá heilsuviku í Suðurnesjabæ

Mánudagur 25. september

 • Kl.17:20 Flott þrek í íþróttamiðstöð Sandgerðis
 • Kl.20:00 Næringin skapar meistarann - Elísa Viðarsdóttir næringarfræðingur verður með fyrirlestur á bókasafninu í Suðurnesjabæ
 • Eldri borgarar: Styrktarþjálfun kl.10:00 í íþróttamiðstöð Sandgerðis
  •                      Línudans: kl. 10:00 í Miðhúsum

Þriðjudagur 26. september

 • Kl. 15:00 Flot í íþróttamiðstöðinni í Garði
 • Kl. 17:20 Pilates í íþróttamiðstöðinni í Sandgerði
 • Kl. 19:00 Badminton – spilum saman í íþróttasal í Sandgerði, börn verða að vera í fylgd með fullorðnum.
 • Skýjaborg: 5.-7. bekkur kl. 18:30 heilsukappát
 • Elding: 8.-10. bekkur kl. 20:00  leikir og fjör í íþróttahúsinu í Garði.
 • Eldri borgarar: Styrktarþjálfun kl.10:00 í íþróttamiðstöðinni í Garði
  •                     Boccia kl.13:00 í Miðhúsum
  •                     Línudans kl.15:00 í Auðarstofu

 Miðvikudagur 27. september

 • Kl.16:30 Spinning í íþróttamiðstöðinni í Garði
 • Kl.18:00 Jógaleikfimi í boði Mörtu Eiríksdóttur í íþróttamiðstöðinni í Garði
 • Kl.19:30 Karlajóga í boði Friðriks Þórs í íþróttamiðstöðinni Garði

 Fimmtudagur 28. september

 • Kl.17:20 Flott þrek í íþróttamiðstöðinni í Sandgerði
 • Kl.17:30-19:00 Fjölskyldutími í íþróttamiðstöðinni í Garði í umsjá Knattspyrnufélagsins Víðis, foreldrar hvattir til að koma með börnin sín og nýta þennan tíma undir hreyfingu að eigin vali.
 • Kl. 20:00 Betri svefn - Inga Rún sálfræðingur hjá Betri svefn verður með fyrirlestur á bókasafni Suðurnesjabæjar
 • Elding: 5.-7. bekkur kl. 18:30 heilsukappát
 • Skýjaborg: 8.-10. bekkur kl. 20:00  leikir og fjör í íþróttahúsinu í Sandgerði
 • Eldri borgarar: Styrktarþjálfun kl.10:00 í íþróttamiðstöð Sandgerðis
  •                      Boccia kl.13:00 í Miðhúsum.

 Föstudagur 29. september

 • Kl.17:00 Shape up í íþróttamiðstöðinni Garði
 • Heilsufarsmælingar í miðhúsum fyrir eldri borgara (auglýst sérstaklega)
 • Eldri borgarar: Styrktarþjálfun kl.10:00 í íþróttamiðstöð Garðs

 Laugardagur 30. september

 • Kl.12:00 Brennómót í íþróttahúsinu í Sandgerði, 5 í liði, skráning á staðnum má mæta með tilbúið lið eða sem einstaklingur og vera settur í lið, allur aldur.
 • Kl.13:00 Vitahlaup – skemmtilhlaup, upphitun hefst kl. 12:45 við Sandgerðisvita og hlaupið verður að Garðskagavita þar sem boðið verður upp á hressingu þegar komið er í mark. Hlaupið er um 7 km, fyrir allan aldur.

 Alla vikuna

 • Frítt í þreksali íþróttamiðstöðva í heilsuvikunni
 • Frítt í golf hjá Golfklúbbi Sandgerðis á Kirkjubólsvelli