Fara í efni

Heilsu- og forvarnavika 4.-10. október

Heilsu- og forvarnavika 4.-10. október

Vikan 4. – 10. október er Heilsu- og forvarnarvika á Suðurnesjum. Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir taka virkan þátt í verkefninu með því að bjóða upp á eitthvað heilsutengt þessa vikuna. Stefnt er að því að heilsu- og forvarnarvikan sé fjölbreytt, fræðandi og skemmtileg.

Dagskrá í Suðurnesjabæ
Mánudagur 4. október
  • Líkamsrækt fyrir eldri borgara kl. 10:00 í íþróttamiðstöð Sandgerðis.
  • Kántrýdans í Miðhúsum kl. 11:00
  • Ganga með leiðsögumanninum Herði Gíslasyni. Gengið af stað frá íþróttamiðstöð Garðs kl. 11:00. Hreystihópurinn í Garði stendur fyrir göngunni en hann er gönguhópur eldri borgara sem gengur reglulega á mánudögum og fimmtudögum kl. 11:00 frá íþróttmiðstöðinni í Garði. Allir 60 ára og eldri eru velkomnir.
  • Fyrirlestur: Björgvin Páll Gústafsson heimsækir Sandgerðisskóla með fyrirlesturinn Mín leið í boði Knattspyrnufélagsins Reynis.
  • Hlaupakynningaræfing hjá Guðnýju og Berki kl. 16:30 í íþróttamiðstöð Garðs.
 Þriðjudagur 5. október
  • Stafganga frá Miðhúsum kl. 9:30
  • Litahlaup. Grunnskólarnir taka þátt í skemmtilegu litahlaupi í lok skóladags.
  • Líkamsrækt fyrir eldri borgara kl. 10:00 í íþróttamiðstöð Garðs.
  • Fyrirlestur um leiðtogafærni með Begga Ólafs fyrir 5-10. bekk í Gerðaskóla í boðí knattspyrnufélagsins Víðis.

Miðvikudagur 6. október
  • Forvarnadagur forseta íslands í 9. bekk í báðum grunnskólum.
  • Fyrirlestur með Þórdísi Marteinsdóttur um næringarþjálfun (macros) í Samkomuhúsinu í Sandgerði kl. 17:00. Allir velkomnir.
Fimmtudagur 7. október
  • Líkamsrækt fyrir eldri borgara kl. 10:00 í íþróttamiðstöð Sandgerðis.
  • Stafganga frá Miðhúsum kl. 9:30.
Föstudagur 8. október
  • Líkamsrækt fyrir eldri borgara kl. 10:00 í íþróttamiðstöð Garðs.
Laugardagur/sunnudagur 9.-10. október.
  • Spinning kl. 11:00 í íþróttamiðstöð Garðs.

 Í gangi alla vikuna í íþróttamiðstöðvum

  • 15 % afsláttur af mánaðarkortum í líkamsrækt.
  • Vinavika, korthafar geta boðið vini frítt með í ræktina í heilsuvikunni.

Íbúar og starfsmenn Suðurnesjabæjar fá frítt í sund eins og aðra daga gegn framvísun korts.