Fara í efni

80 ára afmæli Garðskagavita þann 10.september

80 ára afmæli Garðskagavita þann 10.september

Byggðasafnið á Garðskaga fagnar 80 ára afmæli Garðskagavita þann 10. september 2024, hefst hátíðardagskrá kl. 17:30.

Þann 10 .september 1944 var Garðskagaviti hinn nýji vígður við hátíðlega athöfn. Garðskagaviti er hæsti viti landsins 28,6 m og oft kallaður Lýðveldisvitinn þar sem hann var vígður lýðveldisárið 1944.

Dagskráin verður haldin úti við Garðskagavita.

Dagskrá:

  • Ávarp Magnúsar Stefánssonar bæjarstjóra
  • Séra Sigurður Grétar Sigurðsson flytur ávarp, bæn og blessun
  • Ávarp frá fulltrúa Vegagerðarinnar
  • Hjörtur Páll Davíðsson flytur ljóð Ásdísar Káradóttir vitavarðar
  • Söngsveitin Víkingar
  • Vitasýning og Lýðveldissýning á safni
  • Veitingar á Byggðasafninu á Garðskaga

Öll velkomin!