Fara í efni

17. júní í Suðurnesjabæ

17. júní í Suðurnesjabæ

Hátíðardagskrá 17. júní fer fram við Gerðaskóla og hefst kl.11.30 með fánahyllingu.

  • Fánahylling í umsjón leikmanna Reynis og Víðis.
  • Kynnir: Magnús Stefánsson, bæjarstjóri
  • Ávarp fjallkonu: Amelía Björk Davíðsdóttir, nýstúdent.
  • Söngur: Karma og Ragnheiður nemendur í Tónlistarskóla Sandgerðis. 
  • Hátíðarræða : Anton Guðmundsson, formaður bæjarráðs Suðurnesjabæjar.
  • Leikhópurinn Lotta
  • Latibær

Kaffisala, bílalest og andlitsmálun

  • Byggðasafnið á Garðskaga verður opið frá kl. 10.00-17.00. Frítt inn.

Þennan dag verður einn af kjörgripum safnsins, Alþingishátíðar-dúkurinn frá 1930, sérstaklega til sýnis. Dúkurinn var framleiddur til að minnast þess að þúsund ár voru liðin frá stofnun allsherjarþings árið 930 á Þingvöllum.