Tengjumst í leik-námskeið fyrir foreldra
Tengjumst í leik-námskeið fyrir foreldra
02. september 2025
Tengjumst í leik er sannprófað námsefni fyrir foreldra og forsjáraðila og miðar að því að styðja við fjölskylduna á heildrænan hátt.
Rannsóknir sýna að börn sem eiga foreldra sem hafa setið námskeiðið sýna aukna samvinnu, gengur betur í námi og hegðunaráskoranir heima og í leik- eða grunnskóla minnka til muna.
Við hvetjum foreldra til að skrá sig sem fyrst til að tryggja sér sæti.